Þyngdarbylgjur á mannamáli Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2014 12:12 Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi um uppgötvun gærdagsins í stjörnufræðinni og kom henni yfir á mannamál. „Þetta er ein stærsta uppgötvun í sögu stjarnvísindanna vegna þess að hún færir okkur nær upphafinu sjálfu heldur en nokkru sinni fyrr. Það er að segja við erum að kanna tíma sem gerðist 10^-36 sekúndum eftir að alheimurinn var til. Í myndið ykkur töluna einn og 36 núll á undan því. Það er þetta augnablik sem alheimurinn þenst frá því að vera á stærð við punkt upp í það að vera á stærð við þennan sýnilega alheim í dag.“ Sú þennsla hafi lagt grundvöllinn að því sem við sjáum í dag. Öllum stjörnunum og vetrarbrautunum og að við séum hér í dag. „Í 34 ár hefur þessi óðaþensla verið frábær hugmynd. Þar til í gær var hún hugmynd en núna eru fyrst að koma sönnunargögn fyrir henni. Það hefur verið heilagur kaleikur fyrir marga stjörnufræðinga í gegnum tíðina. Að finna fingraför miklahvells. Það virðist hafa tekist, en það er rétt að hafa í huga að þetta er bara ein mæling og það á eftir að staðfesta þetta.“ Sævar segir að með þenslunni hafi fylgt svokallaðar þyngdarbylgjur, sem sé fyrirbæri sem Einstein hafi spáð fyrir um en hefur aldrei verið mælt. Fyrr en kannski núna. Í raun og veru sé búið að ná utan um þessar þyngdarbylgjur. „Þetta er eins og að hafa krumpað lak. Við togum í það og sléttum úr því og við sjáum ennþá bylgjurnar sem eru í því,“ segir Sævar. Sævar var beðinn um að fara aftur að því þegar alheimurinn var einungis á stærð við punkt. „Þá var alheimurinn einn lítill punktur. Svo gerðist eitthvað og við vitum ekki hvað gerðist eða hvað varð til að það gerðist, sem varð til þess að alheimurinn þandist út. Hann þandist út alveg gríðarlega hratt og gríðarlega mikið, svo mikið að það fóru um hann bylgjur. Sem eru þyngdarbylgjur, eins og gárur á vatni.“ „Við sjáum þessar gárur í því sem kallast örbylgjukliðurinn. Það er það sem menn eru að mæla. 13,8 milljörðum árum síðar sjáum við þær ennþá. Örbylgjukliðurinn er elsta ljósið í alheiminum og þar eru þessi merki um árdaga alheimsins.“ „Þetta er mjög flókið því þetta eru svo rosalega framandi aðstæður,“ sagði Sævar. Hann sagði einnig að flestar hugmyndir og kenningar um óðaþenslu segi að okkar þensla sé einungis ein af mörgum. Semsagt margir alheimar. „Þetta gæti verið sönnun fyrir því.“ Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi um uppgötvun gærdagsins í stjörnufræðinni og kom henni yfir á mannamál. „Þetta er ein stærsta uppgötvun í sögu stjarnvísindanna vegna þess að hún færir okkur nær upphafinu sjálfu heldur en nokkru sinni fyrr. Það er að segja við erum að kanna tíma sem gerðist 10^-36 sekúndum eftir að alheimurinn var til. Í myndið ykkur töluna einn og 36 núll á undan því. Það er þetta augnablik sem alheimurinn þenst frá því að vera á stærð við punkt upp í það að vera á stærð við þennan sýnilega alheim í dag.“ Sú þennsla hafi lagt grundvöllinn að því sem við sjáum í dag. Öllum stjörnunum og vetrarbrautunum og að við séum hér í dag. „Í 34 ár hefur þessi óðaþensla verið frábær hugmynd. Þar til í gær var hún hugmynd en núna eru fyrst að koma sönnunargögn fyrir henni. Það hefur verið heilagur kaleikur fyrir marga stjörnufræðinga í gegnum tíðina. Að finna fingraför miklahvells. Það virðist hafa tekist, en það er rétt að hafa í huga að þetta er bara ein mæling og það á eftir að staðfesta þetta.“ Sævar segir að með þenslunni hafi fylgt svokallaðar þyngdarbylgjur, sem sé fyrirbæri sem Einstein hafi spáð fyrir um en hefur aldrei verið mælt. Fyrr en kannski núna. Í raun og veru sé búið að ná utan um þessar þyngdarbylgjur. „Þetta er eins og að hafa krumpað lak. Við togum í það og sléttum úr því og við sjáum ennþá bylgjurnar sem eru í því,“ segir Sævar. Sævar var beðinn um að fara aftur að því þegar alheimurinn var einungis á stærð við punkt. „Þá var alheimurinn einn lítill punktur. Svo gerðist eitthvað og við vitum ekki hvað gerðist eða hvað varð til að það gerðist, sem varð til þess að alheimurinn þandist út. Hann þandist út alveg gríðarlega hratt og gríðarlega mikið, svo mikið að það fóru um hann bylgjur. Sem eru þyngdarbylgjur, eins og gárur á vatni.“ „Við sjáum þessar gárur í því sem kallast örbylgjukliðurinn. Það er það sem menn eru að mæla. 13,8 milljörðum árum síðar sjáum við þær ennþá. Örbylgjukliðurinn er elsta ljósið í alheiminum og þar eru þessi merki um árdaga alheimsins.“ „Þetta er mjög flókið því þetta eru svo rosalega framandi aðstæður,“ sagði Sævar. Hann sagði einnig að flestar hugmyndir og kenningar um óðaþenslu segi að okkar þensla sé einungis ein af mörgum. Semsagt margir alheimar. „Þetta gæti verið sönnun fyrir því.“
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira