Handbolti

Ágúst velur hópinn gegn Frakklandi

Sandra Sif Sigurjónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er í hópnum.
Sandra Sif Sigurjónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, er í hópnum. Vísir/Valli
Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið 16 manna hóp sem mætir Frakklandi í undankeppni EM 2014 í mars.

Ísland er í riðli með Frökkum, Finnum og Slóvökum en undankeppnin hefst á heimaleik gegn Frakklandi 26. mars í Laugardalshöll klukkan 19.30.

Liðið mætir svo Frökkum aftur ytra þremur dögum síðar, laugardaginn 29. mars klukkan 16.30 að íslenskum tíma.

Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður Vals, er meidd og kemur ÍrisBjörkSímonardóttir, markvörður Gróttu, í hennar stað en hún á 63 landsleiki að baki.

Þá eru stórskytturnar Stella Sigurðardóttir og RutJónsdóttir ekki í hópnum vegna meiðsla auk þess sem varnarjaxlinn Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðáverka.

Markverðir:

Florentina Stanciu, Stjörnunni

Íris Björk Símonardóttir, Gróttu

Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus    

Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof    

Brynja Magnúsdóttir, Flint Tönsberg

Hanna G. Stefánsdóttir, Stjörnunni    

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hildur Þorgeirsdóttir, Koblenz

Karen Knútsdóttir, Sønderjyske

Karólína Lárudóttir, Val

Ramune Petraskyte, Sønderjyske

Sandra Sif Sigurjónsdóttir, Stjörnunni

Steinunn Björnsdóttir, Fram    

Sunna Jónsdóttir, BK Heid

Unnur Ómarsdóttir, Gróttu

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers






Fleiri fréttir

Sjá meira


×