Hægt að vinna stór og mikil verk á skömmum tíma Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. mars 2014 10:10 "Fyrst að stórgreifarnir eru farnir að tjá sig um mál annarra sem þeir eiga að láta gera ógert, þá hlýtur að mega gera sömu kröfur til þeirra um að þeir rökstyðji fyrir þjóðinni hvers vegna þeir eru á allt öðrum launakjörum en almenningur í landinu býr við,“ segi Aðalheiður. VÍSIR/STEFÁN „Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. Það er mjög gott að samningsaðilar eru byrjaðir að skiptast á pappírum því það byrjaði eiginlega ekki fyrr en í gær,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólakennara, í viðtali á þættinum í Bítið á Bylgjunni nú í morgun. Um 1900 kennarar og stjórnendur skóla eru nú frá vinnu vegna verkfalls sem hefur áhrif á um 20 þúsund nemendur. Enn ber mikið á milli samningsaðila að sögn Aðalheiðar en það er ekki búið að slíta viðræðum. Áfrom séu nota tímann vel og það verður fundur í dag. Fram kom að ríkið hefði boðið meira en 2,8 prósenta hækkun á launum. Framhaldsskólakennarar eru með með tvær meginkröfur. Í fyrsta lagi að launin verði leiðrétt þannig að laun í framhaldsskólum verði sambærileg við aðra háskólamenntaða starfsmenn ríkisins. „Munurinn á dagvinnu kennara og annarra skyldra hópa eru 17 prósent og þetta þarf að laga,“ segir Aðalheiður. „Hin megin krafan er að það verði settir meiri fjármunir í skólastarfið til að bæta nám nemenda og starfs skólanna og reisa innra starfið á fæturna,“ segir Aðalheiður.Tvær meginkröfur „Við erum búin að sitja yfir þessu síðan 3. desember,“ segir Aðalheiður. Það hafi ekki verið fyrr en í byrjun febrúar að kraftur hljóp í viðræðurnar. Þá í fyrsta skipti treysti samninganefnd ríkisins sér að ræða um kennarasamninga en ekki þessa almennu samninga sem voru gerðir á vinnumarkaðnum. Síðan þá hafi efnislegar samræður farið fram um þessar tvær meginkröfur og um það að aðlaga kjarasamninga að lögum um skólastigið. Lögin voru sett 2008 en stór hluti þeirra hafi ekki komist til framkvæmda meðal annars vegna efnahagshrunsins. Lögin segja til dæmis að það eigi að lengja skólaárið, fella niður skilin milli kennslu- og prófatíma. Lögin eiga að taka gildi að fullu eftir eitt ár. „Þannig að það er ekki seinna vænna að fara að fást við þetta,“ segir Aðalheiður. „Samningsaðilar hafa verið að ýta þessu á verkefni á undan sér lengi.“ Aðalheiður telur að vinnubrögðin í ferlinu séu eðlileg. Frá því að hún tók við starfi formanns árið 2005 hafi efnislegar samningaviðræður alltaf hafist of seint, það sé líka þannig núna. Betra hefði verið að sitja yfir þessu efnislega frá 3. desember. Dýrmætur tími hafi farið til spillis.Óþolandi að þurfa að fara í aðgerðir til að pressa á kröfur Verkfallsboðunin hafi auðvitað ýtt við samninganefnd ríkisins og það sé óþolandi að kennarar og stjórnendur hafi alltaf með reglubundnu millibili verið settir í þá stöðu að þurfa að fara í aðgerðir til þess að pressa á sínar kröfur. Vinnubrögðin ættu auðvitað að vera þannig hinum megin frá að aðilar komi vel undirbúnir til samningaviðræðna. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að þeim finnist krafa kennara ekki nógu vel rökstudd og laun hefðu almennt dregist aftur úr á vinnumarkaði. Þar kom fram það væri ósanngjarnt að kennarar færu fram með þessum hætti þegar verið væri að ná fram einhverju jafnræði. „Við erum búin að vera með þetta markmið í kjarasamningum frá árinu 2000 að laun í framhaldsskólum þróuðust með sambærilegum hætti,“ segir Aðalheiður. Mjög skýrar tölur liggi fyrir um slakari launaþróun hjá kennurum en öðum sambærilegum hópum. Launasig kennara komi mjög vel í ljós og miklu slakari kaupmáttarþróun. „Fyrst að stórgreifarnir eru farnir að tjá sig um mál annarra, sem þeir eiga að láta gera ógert, þá hlýtur að mega gera sömu kröfur til þeirra um að þeir rökstyðji fyrir þjóðinni hvers vegna þeir eru á allt öðrum launakjörum en almenningur í landinu býr við,“ segi Aðalheiður.Verkfall dýrt fyrir samfélagið Aðspurð svarar Aðalheiður því að hún eigi von á því að þetta verið leysist fljótt. Hægt sé að gera mikil og stór verk á skömmum tíma og þau leggi áherslu á að hver dagur verði nýttur til hins ýtrasta. Verkfallið sé dýrt fyrir nemendur, starfsmenn skólanna og samfélagið allt. Kennarar fá greiddar sex þúsund krónur á dag úr verkfallssjóði að sögn Aðalheiðar. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nýta tímann í ræktinni og við bókalestur Síðasti kennsludagur í framhaldsskólum landsins var í dag ef ekki nást samningar í kjaradeilu framhaldsskólakennara yfir helgina. Sumir nemendur hyggjast nýta verkfallið í ræktina á meðan aðrir ætla að sitja yfir námsbókunum, eins og fram kom í spjalli við nokkra menntaskólanema fyrr í dag. 14. mars 2014 20:00 Verkfall hugsanlega í vændum hjá háskólakennurum Stjórn félags háskólakennara hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu í næstu viku um boðun verkfalls. 12. mars 2014 13:57 Verkfall hefst á morgun Verkfall framhaldsskólakennara hefst í fyrramálið í ljósi þess að samningaviðræður um helgina hafa ekki skilað árangri. 16. mars 2014 21:50 Verkfall ekki útilokað hjá háskólakennurum Kennarar við HÍ munu mögulega boða til verkfalls frá 25. apríl til 10. maí, eftir því hvort verkfallsboðun verður samþykkt í atkvæðagreiðslu. 12. mars 2014 18:28 Skilja og styðja baráttu framhaldsskólakennara Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi. 14. mars 2014 14:30 Ekki veitir af kauphækkun kennara Núverandi og fyrrverandi menntamálaráðherrar ræddu kjaramál í þingi í gær. 11. mars 2014 07:00 Verkfall gæti hafist á morgun Samningafundur vegna kjara framhaldsskóla kennara stendur nú yfir. 16. mars 2014 12:29 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
„Ríkið lagði fram hugmyndir í gærkvöldi og þær erum við að skoða. Það er mjög gott að samningsaðilar eru byrjaðir að skiptast á pappírum því það byrjaði eiginlega ekki fyrr en í gær,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags framhaldsskólakennara, í viðtali á þættinum í Bítið á Bylgjunni nú í morgun. Um 1900 kennarar og stjórnendur skóla eru nú frá vinnu vegna verkfalls sem hefur áhrif á um 20 þúsund nemendur. Enn ber mikið á milli samningsaðila að sögn Aðalheiðar en það er ekki búið að slíta viðræðum. Áfrom séu nota tímann vel og það verður fundur í dag. Fram kom að ríkið hefði boðið meira en 2,8 prósenta hækkun á launum. Framhaldsskólakennarar eru með með tvær meginkröfur. Í fyrsta lagi að launin verði leiðrétt þannig að laun í framhaldsskólum verði sambærileg við aðra háskólamenntaða starfsmenn ríkisins. „Munurinn á dagvinnu kennara og annarra skyldra hópa eru 17 prósent og þetta þarf að laga,“ segir Aðalheiður. „Hin megin krafan er að það verði settir meiri fjármunir í skólastarfið til að bæta nám nemenda og starfs skólanna og reisa innra starfið á fæturna,“ segir Aðalheiður.Tvær meginkröfur „Við erum búin að sitja yfir þessu síðan 3. desember,“ segir Aðalheiður. Það hafi ekki verið fyrr en í byrjun febrúar að kraftur hljóp í viðræðurnar. Þá í fyrsta skipti treysti samninganefnd ríkisins sér að ræða um kennarasamninga en ekki þessa almennu samninga sem voru gerðir á vinnumarkaðnum. Síðan þá hafi efnislegar samræður farið fram um þessar tvær meginkröfur og um það að aðlaga kjarasamninga að lögum um skólastigið. Lögin voru sett 2008 en stór hluti þeirra hafi ekki komist til framkvæmda meðal annars vegna efnahagshrunsins. Lögin segja til dæmis að það eigi að lengja skólaárið, fella niður skilin milli kennslu- og prófatíma. Lögin eiga að taka gildi að fullu eftir eitt ár. „Þannig að það er ekki seinna vænna að fara að fást við þetta,“ segir Aðalheiður. „Samningsaðilar hafa verið að ýta þessu á verkefni á undan sér lengi.“ Aðalheiður telur að vinnubrögðin í ferlinu séu eðlileg. Frá því að hún tók við starfi formanns árið 2005 hafi efnislegar samningaviðræður alltaf hafist of seint, það sé líka þannig núna. Betra hefði verið að sitja yfir þessu efnislega frá 3. desember. Dýrmætur tími hafi farið til spillis.Óþolandi að þurfa að fara í aðgerðir til að pressa á kröfur Verkfallsboðunin hafi auðvitað ýtt við samninganefnd ríkisins og það sé óþolandi að kennarar og stjórnendur hafi alltaf með reglubundnu millibili verið settir í þá stöðu að þurfa að fara í aðgerðir til þess að pressa á sínar kröfur. Vinnubrögðin ættu auðvitað að vera þannig hinum megin frá að aðilar komi vel undirbúnir til samningaviðræðna. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að þeim finnist krafa kennara ekki nógu vel rökstudd og laun hefðu almennt dregist aftur úr á vinnumarkaði. Þar kom fram það væri ósanngjarnt að kennarar færu fram með þessum hætti þegar verið væri að ná fram einhverju jafnræði. „Við erum búin að vera með þetta markmið í kjarasamningum frá árinu 2000 að laun í framhaldsskólum þróuðust með sambærilegum hætti,“ segir Aðalheiður. Mjög skýrar tölur liggi fyrir um slakari launaþróun hjá kennurum en öðum sambærilegum hópum. Launasig kennara komi mjög vel í ljós og miklu slakari kaupmáttarþróun. „Fyrst að stórgreifarnir eru farnir að tjá sig um mál annarra, sem þeir eiga að láta gera ógert, þá hlýtur að mega gera sömu kröfur til þeirra um að þeir rökstyðji fyrir þjóðinni hvers vegna þeir eru á allt öðrum launakjörum en almenningur í landinu býr við,“ segi Aðalheiður.Verkfall dýrt fyrir samfélagið Aðspurð svarar Aðalheiður því að hún eigi von á því að þetta verið leysist fljótt. Hægt sé að gera mikil og stór verk á skömmum tíma og þau leggi áherslu á að hver dagur verði nýttur til hins ýtrasta. Verkfallið sé dýrt fyrir nemendur, starfsmenn skólanna og samfélagið allt. Kennarar fá greiddar sex þúsund krónur á dag úr verkfallssjóði að sögn Aðalheiðar.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nýta tímann í ræktinni og við bókalestur Síðasti kennsludagur í framhaldsskólum landsins var í dag ef ekki nást samningar í kjaradeilu framhaldsskólakennara yfir helgina. Sumir nemendur hyggjast nýta verkfallið í ræktina á meðan aðrir ætla að sitja yfir námsbókunum, eins og fram kom í spjalli við nokkra menntaskólanema fyrr í dag. 14. mars 2014 20:00 Verkfall hugsanlega í vændum hjá háskólakennurum Stjórn félags háskólakennara hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu í næstu viku um boðun verkfalls. 12. mars 2014 13:57 Verkfall hefst á morgun Verkfall framhaldsskólakennara hefst í fyrramálið í ljósi þess að samningaviðræður um helgina hafa ekki skilað árangri. 16. mars 2014 21:50 Verkfall ekki útilokað hjá háskólakennurum Kennarar við HÍ munu mögulega boða til verkfalls frá 25. apríl til 10. maí, eftir því hvort verkfallsboðun verður samþykkt í atkvæðagreiðslu. 12. mars 2014 18:28 Skilja og styðja baráttu framhaldsskólakennara Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi. 14. mars 2014 14:30 Ekki veitir af kauphækkun kennara Núverandi og fyrrverandi menntamálaráðherrar ræddu kjaramál í þingi í gær. 11. mars 2014 07:00 Verkfall gæti hafist á morgun Samningafundur vegna kjara framhaldsskóla kennara stendur nú yfir. 16. mars 2014 12:29 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Nýta tímann í ræktinni og við bókalestur Síðasti kennsludagur í framhaldsskólum landsins var í dag ef ekki nást samningar í kjaradeilu framhaldsskólakennara yfir helgina. Sumir nemendur hyggjast nýta verkfallið í ræktina á meðan aðrir ætla að sitja yfir námsbókunum, eins og fram kom í spjalli við nokkra menntaskólanema fyrr í dag. 14. mars 2014 20:00
Verkfall hugsanlega í vændum hjá háskólakennurum Stjórn félags háskólakennara hefur samþykkt að efna til atkvæðagreiðslu í næstu viku um boðun verkfalls. 12. mars 2014 13:57
Verkfall hefst á morgun Verkfall framhaldsskólakennara hefst í fyrramálið í ljósi þess að samningaviðræður um helgina hafa ekki skilað árangri. 16. mars 2014 21:50
Verkfall ekki útilokað hjá háskólakennurum Kennarar við HÍ munu mögulega boða til verkfalls frá 25. apríl til 10. maí, eftir því hvort verkfallsboðun verður samþykkt í atkvæðagreiðslu. 12. mars 2014 18:28
Skilja og styðja baráttu framhaldsskólakennara Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi. 14. mars 2014 14:30
Ekki veitir af kauphækkun kennara Núverandi og fyrrverandi menntamálaráðherrar ræddu kjaramál í þingi í gær. 11. mars 2014 07:00
Verkfall gæti hafist á morgun Samningafundur vegna kjara framhaldsskóla kennara stendur nú yfir. 16. mars 2014 12:29