Tónlist

Portúgalir snúa aftur í Eurovision

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Suzy sigraði í Festival Da Canção í Portúgal í gær og verður fulltrúi þjóðarinnar í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn í maí með lagið Quero Ser Tua.

Texta og tónlist samdi Emanuel en hann samdi einnig lagið Dança Comigo sem Sabrina flutti í keppninni árið 2007.

Portúgalir tóku ekki þátt í Eurovision í fyrra en í ár eru fimmtíu ár síðan landið tók fyrst þátt, einmitt á sviði í Kaupmannahöfn. Þá vann Ítalía í fyrsta sinn með lagið Non ho l‘etá sem Gigliola Cinquetti söng en við Íslendingar þekkjum það vel sem Heyr mína bæn sem Ellý Vilhjálms gerði frægt. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×