Fjöldi mála ónýtur vegna ófullkominna reglna Elimar Hauksson skrifar 15. mars 2014 20:00 Löggjafinn ákveður hvaða háttsemi telst refsiverð en ekki einhverjar undirstofnanir útí bæ, segir Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við Háskóla Íslands. Hann telur að ekki sé hægt að byggja refsingu á reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál þar sem um of víðtækt framsal lagasetningarvalds hafi verið að ræða af hálfu löggjafans. Í gær var greint frá því að sérstakur saksóknari hyggðist ekki halda til streitu stórum hluta ákæru í stóru gjaldeyrisbrotamáli á hendur fjórmenningunum í svokölluðu Aserta máli vegna þess að Seðlabankinn aflaði ekki samþykkis viðskiptaráðherra fyrir útgáfu reglna um gjaldeyrisviðskipti. Reglurnar voru í gildi frá 15. desember 2008 til 31. október 2009 og því er ekki hægt að byggja refsingu á brotum sem áttu sér stað á því tímabili vegna þess að stjórnvaldsfyrirmælin skorti lagastoð á því tímabili. Þetta hefur áhrif á töluverðan fjölda mála sem eru til meðferðar hjá sérstökum saksóknara, meðal annars umfangsmikið mál útgerðarfélagsins Samherja. Seðlabankinn setti reglur um gjaldeyrismál fjórum sinnum áður en refsiheimildin var færð í gjaldeyrislögin í október 2011. „Mér finnst þetta framsal sem Seðlabankanum var á sínum tíma veitt alltof víðtækt og í andstöðu við bæði aðra og 69. grein stjórnarskrárinnar,“ segir Jón og bætir við að ef eigi að refsa fyrir brot á lögum, þá þurfi slíkt að koma fram í lögunum sjálfum. Á því tímabili sem um ræðir hafi þessu skilyrði hins vegar ekki verið uppfyllt og því séu ekki hægt að byggja ákæru á reglunum sem um ræðir. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Löggjafinn ákveður hvaða háttsemi telst refsiverð en ekki einhverjar undirstofnanir útí bæ, segir Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti við Háskóla Íslands. Hann telur að ekki sé hægt að byggja refsingu á reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál þar sem um of víðtækt framsal lagasetningarvalds hafi verið að ræða af hálfu löggjafans. Í gær var greint frá því að sérstakur saksóknari hyggðist ekki halda til streitu stórum hluta ákæru í stóru gjaldeyrisbrotamáli á hendur fjórmenningunum í svokölluðu Aserta máli vegna þess að Seðlabankinn aflaði ekki samþykkis viðskiptaráðherra fyrir útgáfu reglna um gjaldeyrisviðskipti. Reglurnar voru í gildi frá 15. desember 2008 til 31. október 2009 og því er ekki hægt að byggja refsingu á brotum sem áttu sér stað á því tímabili vegna þess að stjórnvaldsfyrirmælin skorti lagastoð á því tímabili. Þetta hefur áhrif á töluverðan fjölda mála sem eru til meðferðar hjá sérstökum saksóknara, meðal annars umfangsmikið mál útgerðarfélagsins Samherja. Seðlabankinn setti reglur um gjaldeyrismál fjórum sinnum áður en refsiheimildin var færð í gjaldeyrislögin í október 2011. „Mér finnst þetta framsal sem Seðlabankanum var á sínum tíma veitt alltof víðtækt og í andstöðu við bæði aðra og 69. grein stjórnarskrárinnar,“ segir Jón og bætir við að ef eigi að refsa fyrir brot á lögum, þá þurfi slíkt að koma fram í lögunum sjálfum. Á því tímabili sem um ræðir hafi þessu skilyrði hins vegar ekki verið uppfyllt og því séu ekki hægt að byggja ákæru á reglunum sem um ræðir.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira