Innlent

Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Verið er að klára tæknimálin og nú síðdegis verður byrjað að taka gjald á svæðinu. „Við verðum að eiga fyrir lögfræðikostnaði,“ segir Garðar.
Verið er að klára tæknimálin og nú síðdegis verður byrjað að taka gjald á svæðinu. „Við verðum að eiga fyrir lögfræðikostnaði,“ segir Garðar.
„Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með málið fyrir dómstóla.

Eins og fram hefur komið hafnaði Sýslumaðurinn á Selfossi kröfu ríkisins um lögbann við innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi. Ríkissjóður hefur nú skotið úrskurði sýslumanns til dómstóla.

„Við í landeigendafélaginu erum með útrétta hönd og viljum eiga samstarf við ríkið um svæðið, en það verður þá að vera á jafnréttisgrundvelli,“ segir Garðar.

Ríkið eigið svæðið sem umlykur hverina en landeigendur í landeigendafélaginu eiga 2/3 af heita vatninu. „Ríkið hefur kosið að standa utan við landeigendafélagið þó við höfum boðið þeim að vera með,“ segir Garðar.

Gjaldtaka hefst í dag

Verið er að klára tæknimálin og nú síðdegis verður byrjað að taka gjald á svæðinu. „Við verðum að eiga fyrir lögfræðikostnaði,“ segir Garðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×