Krefjast þungs fangelsisdóms og tíu milljóna í miskabætur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2014 12:16 Sigríður Friðjónsdóttir, lengst til hægri, ríkissaksóknari áður en aðalmeðferð hófst í morgun. Vísir/GVA Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem karlmaður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Refsiramminn er allt að 16 ára fangelsi og vekur ákæruvaldið athygli á alvarleika brotsins og beri því að dæma manninum þunga refsingu í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. „Að mati ákæruvaldsins liggur fyrir að barnið, 5 mánaða, hafi látist af þeim völdum að það hafi verið hrist mjög harkalega og hlaut við þann hristing heilablæðingu og bólgu sem leiddi hana til dauða á mjög skömmum tíma,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir , saksóknari í málflutning sínum. Krafist er 10 milljóna króna í miskabætur auk vaxta. Faðir barnsins fer fram á sýknu, en verði hann dæmdur óskar hann eftir lægstu mögulegu refsingu. Verjandi mannsins segir málið allt byggt á getgátum og kenningum. Hann segir enga aldursgreiningu liggja fyrir á því hvenær eldri áverkar áttu sér stað og dómur eigi aldrei að ráðast á getgátum. Málið eigi einungis að snúast um það hvort hann hafi hrist barn sitt til dauða. Verjandinn vísar til rannsókna sem sýna fram á að áverkar eftir að barn er hrist geti birst allt að 72 klukkustundum síðar. Verjandinn segir ekkert liggja fyrir um nákvæma tímasetningu atburðarins og telur hann ákæruvaldið ekki hafa sýnt fram á sekt mannsins og segir hann atburð þennan hafa markað spor í sál föðurins. Ekkert sé verra en að ranglega dæma mann, og þá einna helst fyrir hlut eins og þennan, og því beri að rannsaka málið til hins ítrasta. Aðalmeðferð er nú lokið. Tengdar fréttir Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Málflutningur fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem karlmaður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Refsiramminn er allt að 16 ára fangelsi og vekur ákæruvaldið athygli á alvarleika brotsins og beri því að dæma manninum þunga refsingu í ljósi þess að um var að ræða dóttur hans. „Að mati ákæruvaldsins liggur fyrir að barnið, 5 mánaða, hafi látist af þeim völdum að það hafi verið hrist mjög harkalega og hlaut við þann hristing heilablæðingu og bólgu sem leiddi hana til dauða á mjög skömmum tíma,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir , saksóknari í málflutning sínum. Krafist er 10 milljóna króna í miskabætur auk vaxta. Faðir barnsins fer fram á sýknu, en verði hann dæmdur óskar hann eftir lægstu mögulegu refsingu. Verjandi mannsins segir málið allt byggt á getgátum og kenningum. Hann segir enga aldursgreiningu liggja fyrir á því hvenær eldri áverkar áttu sér stað og dómur eigi aldrei að ráðast á getgátum. Málið eigi einungis að snúast um það hvort hann hafi hrist barn sitt til dauða. Verjandinn vísar til rannsókna sem sýna fram á að áverkar eftir að barn er hrist geti birst allt að 72 klukkustundum síðar. Verjandinn segir ekkert liggja fyrir um nákvæma tímasetningu atburðarins og telur hann ákæruvaldið ekki hafa sýnt fram á sekt mannsins og segir hann atburð þennan hafa markað spor í sál föðurins. Ekkert sé verra en að ranglega dæma mann, og þá einna helst fyrir hlut eins og þennan, og því beri að rannsaka málið til hins ítrasta. Aðalmeðferð er nú lokið.
Tengdar fréttir Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37 Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30
Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. 13. mars 2014 13:37
Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana. 14. mars 2014 11:51
Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55