Innlent

Amman segir móðurina hafa hágrátið en föðurinn ekki hafa fellt tár

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/GVA
Annar dagur aðalmeðferðar í shaken-baby málinu hófst í dag þar sem maður á þrítugsaldri er sakaður um að hafa orðið barni sínu að bana.

Rannveig Einarsdóttir rannsóknarlögreglukona bar vitni í málinu í morgun og spurði verjandi mannsins hvers vegna einungis þau skipti sem faðirinn var með barnið voru skoðuð en ekki móðirin.

Svaraði Rannveig því til að ekkert tilefni hefði verið til þess að skoða þann tíma er barnið var í umsjón móður.

Systir mannsins bar einnig vitni. Hún sagði bróður sinn hjartahlýjan, góðan mann og sagði samband hans og barnsmóðurinnar hafa verið gott. Í dag sé hann hins vegar niðurbrotinn maður.

„Hann missti barnið sitt og fjölskyldu sína. Hann hefur misst allt,“ sagði systirin.

Móðuramma barnsins bar einnig vitni og sagði hún samskipti sín við ákærða ekki hafa verið mikil. Erfitt hefði reynst að eiga við hann samræður. Hún rifjaði upp að þegar barnið hafði verið flutt meðvitundarlaust á spítalann hefði móðirin verið hágrátandi en faðirinn kaldur og ekki fellt tár.

Þá nefndi hún einnig að barnið hafi aldrei unað sér hjá föður sínum, sem hún taldi mjög óeðlilegt. Hún sagði dóttur sína hafa verið ósátta í sambandinu og viljað skilnað. Taldi hún manninn afbrýðissaman, sambandið hafi verið gott og hamingjuríkt þar til barnið kom í heiminn og hafi hann þá orðið að eins konar aukahlut.

Hún sagði dóttur sína, móðurina, tekið fyrir að faðirinn hefði valdið áverkunum sem drógu barnið til dauða. Hún hefði verið í afneitun og ekki gert sér grein fyrir því fyrr en um 3-4 vikum eftir dauða barnsins.

Aðalmeðferðin stendur yfir.


Tengdar fréttir

Sakaður um að hafa hrist barn sitt

Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum

Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu.

Öll einkenni "Shaken baby syndrome“

Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×