Sögulegur árangur Cocks Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2014 22:30 Cocks-menn eru komnir í átta liða úrslit. Mynd/Heimasíða Cocks. Finnska handboltaliðið Cocks er að endurskrifa handboltasöguna þar í landi en liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Svo langt hefur finnskt lið aldrei áður komist í Evrópukeppni. Finnar hafa lengið staðið í skugganum á hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að handbolta en Cocks-menn gera það nú gott og eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. Cocks vann fyrst ítalska liðið Pallamano Pressano, samanlagt 57-45, í tveimur leikjum í þriðju umferð mótsins áður en HC Spartak frá Búlgaríu var niðurlægt, 68-39. Næst mætir Cocks RK Metaloplastika Sabac frá Serbíu og fer fyrri leikurinn fram í Hyvinkään-höllinni Finnlandi á morgun. „Það virðist vera að við séum með besta lið Cocks frá upphafi. Við erum að spila vel en vissulega hafa handboltaguðirnir verið okkur hliðhollir,“ segir Kaj Kekki, þjálfari liðsins, á vef evrópska handknattleikssambandsins. „Það skiptir okkur engu máli að við höfum bætt besta árangur Finna í Evrópukeppni. Það góða er að við erum búnir að vinna alla fjóra leikina og okkur þyrstir í meira.“Tíu prósent allra finnskra handbolta manna í Cocks Cocks-liðið kemur frá bænum Riihimäki sem er rétt tæpum 70km frá Helsinki en þar búa tæplega 30.000 manns. Um 3.000 Finnar æfa handbolta og eru 300 þeirra eru skráðir í Cocks. Félagið hefur því innanborðs um tíu prósent allra þeirra sem æfa handbolta í landinu. Riihimäki er svo sannarlega handboltaborg Finnlands. Cocks er á toppnum í finnsku deildinni auk þess sem það er í þriðja sæti í Eystrasaltsdeildinni þar sem spila lið frá Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Litháen. „Að spila í þeirri deild gefur okkur mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Félagið hefur spilað í henni í sex ár og síðasta sumar ákváðum við að taka næsta skref og skrá okkur í Áskorendabikarann. Það er svolítið erfitt að meta hvað við getum farið langt í Evrópu því við höfum ekki séð öll liðin spila ennþá,“ segir Kaj Kekki. Hér að neðan má sjá fyrri leik Cocks gegn ítalska liðinu Pallamano Pressano í þriðju umferð Áskorendabikarsins. Cocks-menn eru rauðir. Handbolti Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
Finnska handboltaliðið Cocks er að endurskrifa handboltasöguna þar í landi en liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Svo langt hefur finnskt lið aldrei áður komist í Evrópukeppni. Finnar hafa lengið staðið í skugganum á hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að handbolta en Cocks-menn gera það nú gott og eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. Cocks vann fyrst ítalska liðið Pallamano Pressano, samanlagt 57-45, í tveimur leikjum í þriðju umferð mótsins áður en HC Spartak frá Búlgaríu var niðurlægt, 68-39. Næst mætir Cocks RK Metaloplastika Sabac frá Serbíu og fer fyrri leikurinn fram í Hyvinkään-höllinni Finnlandi á morgun. „Það virðist vera að við séum með besta lið Cocks frá upphafi. Við erum að spila vel en vissulega hafa handboltaguðirnir verið okkur hliðhollir,“ segir Kaj Kekki, þjálfari liðsins, á vef evrópska handknattleikssambandsins. „Það skiptir okkur engu máli að við höfum bætt besta árangur Finna í Evrópukeppni. Það góða er að við erum búnir að vinna alla fjóra leikina og okkur þyrstir í meira.“Tíu prósent allra finnskra handbolta manna í Cocks Cocks-liðið kemur frá bænum Riihimäki sem er rétt tæpum 70km frá Helsinki en þar búa tæplega 30.000 manns. Um 3.000 Finnar æfa handbolta og eru 300 þeirra eru skráðir í Cocks. Félagið hefur því innanborðs um tíu prósent allra þeirra sem æfa handbolta í landinu. Riihimäki er svo sannarlega handboltaborg Finnlands. Cocks er á toppnum í finnsku deildinni auk þess sem það er í þriðja sæti í Eystrasaltsdeildinni þar sem spila lið frá Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Litháen. „Að spila í þeirri deild gefur okkur mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Félagið hefur spilað í henni í sex ár og síðasta sumar ákváðum við að taka næsta skref og skrá okkur í Áskorendabikarann. Það er svolítið erfitt að meta hvað við getum farið langt í Evrópu því við höfum ekki séð öll liðin spila ennþá,“ segir Kaj Kekki. Hér að neðan má sjá fyrri leik Cocks gegn ítalska liðinu Pallamano Pressano í þriðju umferð Áskorendabikarsins. Cocks-menn eru rauðir.
Handbolti Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira