Innlent

Þingmenn sárir yfir svikum Færeyinga og Norðmanna

Heimir Már Pétursson skrifar
Þingmenn eru allir þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að miða við sjálfbærar veiðar við úthlutun veiðiheimilda á makríl. Forystumenn samfylkingarinnar telja hins vegar að stjórnvöld hafi sofið á verðinum undanfarnar vikur og mánuði.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra gaf Alþingi munnlega skýrslu um framgang viðræðnanna að undanförnu á Alþingi í dag. Þingmenn voru allir sammála um að stjórnvöld hefðu haldið rétt á málum með áherslu sinni á sjálfbærar veiðar úr makrílstofninum.

Það er greinilegt að fréttirnar af samningum Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga komu flestum þingmönnum á óvart. Mönnum sárnar framkoma Norðmanna og þá ekki hvað síst framkoma Færeyinga.

Allir þeir þingmenn sem tóku til máls um munnlega skýrslu sjávarútvegráðherra um gang samningaviðræðna að undanförnu tóku undir með ráðherra um mikilvægi sjálfbærra veiða á makríl. Þá brýndu þingmenn fyrir ríkisstjórninni að hún þyrfti að koma kröftugum mótmælum á framfæri við Færeyinga og Norðmenn sem almennt væru taldar okkar helstu vinaþjóðir sem og að Evrópusambandið yrði krafið skýringa á kúvendingu sinni í málinu.

Horfa má á sjónvarpsinnslag úr umræðunni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×