Lýður og Bjarnfreður dæmdir í fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2014 16:46 Bjarnfreður (t.v.) og Lýður. Vísir/Vilhelm Lýður Guðmundsson var í Hæstrétti í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um hlutafélög. Bjarnfreður H. Ólafsson hlaut sex mánaða fangelsi fyrir samskonar brot á sömu lögum. Fullnustu fimm mánaða af refsingu Lýðs var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fullnustu þriggja mánaða af dómi Bjarnfreðs var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Hæstiréttur þyngdi dóma í héraði yfir bæði Lýð og Bjarnfreði. Bjarnfreður var jafnframt sviptur réttindum sem héraðsdómslögmaður í eitt ár.Lýður var í maí fyrir tæpu ári dæmdur í héraði til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Var minna en nafnverð greitt fyrir 50 milljarða nýrra hluta í félaginu. Hlutafé Existu var aukið um fimmtíu milljarða en aðeins greitt fyrir það einn milljarður króna í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar, sem sneri að sjálfri hlutafjáraukningunni, og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Sá liður sneri að því að senda ranga tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið í héraði. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem felldi dóm sinn í dag. Hafði Ólafur krafist átján mánaða fangelsisdóms yfir Lýði en sex til átta mánaða dóms yfir Bjarnfreði sem sendi tilkynninguna til Fyrirtækjaskrár.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Gestur: Saksóknari og heilbrigð skynsemi urðu viðskila "Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heilbrigð skynsemi viðskila,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, í málflutningsræðu sinni í Exista-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. maí 2013 14:54 Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Lýður Guðmundsson greiðir tvær milljónir í sekt - Bjarnfreður sýknaður Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í dag dæmdur til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið. Ólafur Þ. Hauksson, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, segir að nú verði farið yfir forsendur dómsins og ríkissaksóknari muni svo taka ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. 30. maí 2013 14:10 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár viðurkennir að ólöglærður starfsmaður hafi gert mistök þegar 50 milljarða hlutafjáraukning Existu var samþykkt í desember 2008. Hins vegar hafi Fyrirtækjaskráin vísvitandi verið blekkt með villandi tilkynningu. 8. maí 2013 07:00 Töldu öll Deloitte hafa vottað viðskiptin Fyrri degi aðalmeðferðar í Exista-máli sérstaks saksóknara er nú lokið. Vitnaleiðslum verður fram haldið í fyrramálið og að því loknu tekur málflutningur saksóknara og verjenda við. 6. maí 2013 17:17 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Lýður Guðmundsson var í Hæstrétti í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um hlutafélög. Bjarnfreður H. Ólafsson hlaut sex mánaða fangelsi fyrir samskonar brot á sömu lögum. Fullnustu fimm mánaða af refsingu Lýðs var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fullnustu þriggja mánaða af dómi Bjarnfreðs var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Hæstiréttur þyngdi dóma í héraði yfir bæði Lýð og Bjarnfreði. Bjarnfreður var jafnframt sviptur réttindum sem héraðsdómslögmaður í eitt ár.Lýður var í maí fyrir tæpu ári dæmdur í héraði til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Var minna en nafnverð greitt fyrir 50 milljarða nýrra hluta í félaginu. Hlutafé Existu var aukið um fimmtíu milljarða en aðeins greitt fyrir það einn milljarður króna í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar, sem sneri að sjálfri hlutafjáraukningunni, og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson hæstaréttarlögmaður var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Sá liður sneri að því að senda ranga tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið í héraði. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem felldi dóm sinn í dag. Hafði Ólafur krafist átján mánaða fangelsisdóms yfir Lýði en sex til átta mánaða dóms yfir Bjarnfreði sem sendi tilkynninguna til Fyrirtækjaskrár.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Gestur: Saksóknari og heilbrigð skynsemi urðu viðskila "Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heilbrigð skynsemi viðskila,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, í málflutningsræðu sinni í Exista-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. maí 2013 14:54 Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Lýður Guðmundsson greiðir tvær milljónir í sekt - Bjarnfreður sýknaður Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í dag dæmdur til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið. Ólafur Þ. Hauksson, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, segir að nú verði farið yfir forsendur dómsins og ríkissaksóknari muni svo taka ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. 30. maí 2013 14:10 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26 Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár viðurkennir að ólöglærður starfsmaður hafi gert mistök þegar 50 milljarða hlutafjáraukning Existu var samþykkt í desember 2008. Hins vegar hafi Fyrirtækjaskráin vísvitandi verið blekkt með villandi tilkynningu. 8. maí 2013 07:00 Töldu öll Deloitte hafa vottað viðskiptin Fyrri degi aðalmeðferðar í Exista-máli sérstaks saksóknara er nú lokið. Vitnaleiðslum verður fram haldið í fyrramálið og að því loknu tekur málflutningur saksóknara og verjenda við. 6. maí 2013 17:17 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Gestur: Saksóknari og heilbrigð skynsemi urðu viðskila "Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heilbrigð skynsemi viðskila,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, í málflutningsræðu sinni í Exista-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. maí 2013 14:54
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Lýður Guðmundsson greiðir tvær milljónir í sekt - Bjarnfreður sýknaður Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var í dag dæmdur til að greiða tveggja milljóna króna sekt vegna hlutafjáraukningar í Exista í lok árs 2008. Ákæran var í tveimur liðum. Lýður var einn ákærður í fyrri hluta ákærunnar og var sakfelldur fyrir þann lið. Bjarnfreður Ólafsson, hæstaréttarlögmaður, var ásamt Lýð ákærður í seinni hluta ákærunnar. Þeir voru báðir sýknaðir fyrir þann lið. Ólafur Þ. Hauksson, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, segir að nú verði farið yfir forsendur dómsins og ríkissaksóknari muni svo taka ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. 30. maí 2013 14:10
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50
Bjarnfreður var fullur efasemda Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafa verið fulla efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. 6. maí 2013 11:26
Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár viðurkennir að ólöglærður starfsmaður hafi gert mistök þegar 50 milljarða hlutafjáraukning Existu var samþykkt í desember 2008. Hins vegar hafi Fyrirtækjaskráin vísvitandi verið blekkt með villandi tilkynningu. 8. maí 2013 07:00
Töldu öll Deloitte hafa vottað viðskiptin Fyrri degi aðalmeðferðar í Exista-máli sérstaks saksóknara er nú lokið. Vitnaleiðslum verður fram haldið í fyrramálið og að því loknu tekur málflutningur saksóknara og verjenda við. 6. maí 2013 17:17