Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. mars 2014 13:37 vísir/gva Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. „Barnið vaknaði um 5-6 leytið og byrjaði samstundis að gráta. Ég reyndi að hugga það og róa en ákvað svo að fara með það í göngutúr. Ég fór með hana í 10-15 mínútna göngu og grét hún allan tímann. Ég tók svo eftir að gráturinn var ekki eins hávær og hann hafði verið og var hún hreyfingarlítil þegar hún lá á öxl minni. Hljóðin í henni voru óvenjuleg,“ sagði faðir barnsins, þegar hann var beðinn um að rifja upp daginn örlagaríka. Hann segist hafa leitað til nágranna sinna um leið og hann hafi áttað sig á hlutunum. Hann virtist ekki óstyrkur og hélt ró sinni allan tímann í vitnaleiðslunum. Maðurinn sagðist hafa sofið fram á miðjan dag, eða til hádegis. Hann sagði barnsmóður sína hafa verið á neðri hæð íbúðarinnar með barnið á meðan hann var uppi í tölvunni. Hann sagði barnið framanaf verið eðlilegt að öllu leiti. Aðspurður um næringarhlið barnsins, hvort það hafi borðað þann dag, kvaðst hann ekki vita það. Saksóknari spurði hvað komið hefði fyrir barnið: „Ég er ekki læknir þannig að ég get ekki getið mér til um það. En það er greinilegt að barnið hefur hlotið áverka.“ Auk sýnilegs áverka á heila barnsins, þá greindust sjáanlegar blæðingar í andliti, kinnum og höku, upphandleggjum brjóstkassa, baki og báðum fótleggjum. Blæðingarnar voru misdjúpar og voru rispur á húð á fótleggjum en ekki djúp sár. Blæðingarnar voru mjög greinilegar á milli rifbeina. Við krufninguna fundust eldri beináverkar á rifbeini og fótleggjabeini og vekja beinbrotin grun um að svipað atferli hafi átt sér stað áður. Hann telur áverkana geta hafa komið fyrir í ungbarnasundi, en leiðbeinandi ungbarnasundsins mun bera vitni í málinu síðar í dag. Aðspurður segist hann vera við góða andlega heilsu. Spurður um andlega heilsu barnsmóður sinnar segir hann hana þunglynda og skapbráða. Þá segir hann sig og barnsmóður sína hafa rætt Shaken baby syndrom tvisvar sinnum, og sagði hana hafa haft þörf til þess að hrista barn sitt. Málið var rætt tvisvar sinnum, einu sinni fyrir fæðingu barnsins og einu sinni eftir fæðinguna. Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00 Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu. „Barnið vaknaði um 5-6 leytið og byrjaði samstundis að gráta. Ég reyndi að hugga það og róa en ákvað svo að fara með það í göngutúr. Ég fór með hana í 10-15 mínútna göngu og grét hún allan tímann. Ég tók svo eftir að gráturinn var ekki eins hávær og hann hafði verið og var hún hreyfingarlítil þegar hún lá á öxl minni. Hljóðin í henni voru óvenjuleg,“ sagði faðir barnsins, þegar hann var beðinn um að rifja upp daginn örlagaríka. Hann segist hafa leitað til nágranna sinna um leið og hann hafi áttað sig á hlutunum. Hann virtist ekki óstyrkur og hélt ró sinni allan tímann í vitnaleiðslunum. Maðurinn sagðist hafa sofið fram á miðjan dag, eða til hádegis. Hann sagði barnsmóður sína hafa verið á neðri hæð íbúðarinnar með barnið á meðan hann var uppi í tölvunni. Hann sagði barnið framanaf verið eðlilegt að öllu leiti. Aðspurður um næringarhlið barnsins, hvort það hafi borðað þann dag, kvaðst hann ekki vita það. Saksóknari spurði hvað komið hefði fyrir barnið: „Ég er ekki læknir þannig að ég get ekki getið mér til um það. En það er greinilegt að barnið hefur hlotið áverka.“ Auk sýnilegs áverka á heila barnsins, þá greindust sjáanlegar blæðingar í andliti, kinnum og höku, upphandleggjum brjóstkassa, baki og báðum fótleggjum. Blæðingarnar voru misdjúpar og voru rispur á húð á fótleggjum en ekki djúp sár. Blæðingarnar voru mjög greinilegar á milli rifbeina. Við krufninguna fundust eldri beináverkar á rifbeini og fótleggjabeini og vekja beinbrotin grun um að svipað atferli hafi átt sér stað áður. Hann telur áverkana geta hafa komið fyrir í ungbarnasundi, en leiðbeinandi ungbarnasundsins mun bera vitni í málinu síðar í dag. Aðspurður segist hann vera við góða andlega heilsu. Spurður um andlega heilsu barnsmóður sinnar segir hann hana þunglynda og skapbráða. Þá segir hann sig og barnsmóður sína hafa rætt Shaken baby syndrom tvisvar sinnum, og sagði hana hafa haft þörf til þess að hrista barn sitt. Málið var rætt tvisvar sinnum, einu sinni fyrir fæðingu barnsins og einu sinni eftir fæðinguna.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43 Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30 Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00 Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42 Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Ákærður fyrir að hrista barn sitt til dauða Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars á þessu ári. 5. desember 2013 13:43
Sakaður um að hafa hrist barn sitt Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. mars 2014 07:30
Faðirinn neitaði sök - vill að móðirin sæti geðrannsókn Karlmaður á þrítugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða dóttur sinnar, neitaði sök við þingfestingu málsins í dag. 16. desember 2013 18:00
Faðirinn enn í farbanni Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí. 13. ágúst 2013 13:42
Öll einkenni "Shaken baby syndrome“ Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða. 13. mars 2014 10:55