Innlent

Sakaður um að hafa hrist barn sitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grafík/Biggi
Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Umrætt atvik átti sér stað þann 17. mars á síðasta ári þegar maðurinn var einn heima með dóttur sinni. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og í framhaldinu af því úrskurðaður í farbann þann 26. mars.

Eftir rannsókn í málinu kom fram bráðabirgðaniðurstaða sem benti til þess að barnið hafi látist af völdum blæðinga í heila eftir svokallað „shaken baby syndrome“. Faðirinn neitaði sök í málinu við þingfestingu í desember.

Aðalmeðferðin mun standa til klukkan 17 í dag og verður framhaldið á morgun.


Tengdar fréttir

Faðirinn enn í farbanni

Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí.

Ættingjar kveðja stúlkuna í dag

Fimm mánaða stúlka, sem lést á voveiflegan hátt fyrir rúmri viku, verður lögð til hinstu hvílu í dag. Faðir stúlkunnar situr enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar, og ekki er útlit fyrir að hann verði viðstaddur athöfnina. Útförin fer fram í kyrrþey.

Engir ytri áverkar á líkama barnsins

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27.mars, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar. Rannsókn réttarlæknis bendir til að dánarorsök hafi verið blæðingar í heila.

Faðir í farbann - sterkur grunur um shaken baby syndrome

Karl á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í farbann til 23. apríl að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á andláti stúlkubarns í austurborg Reykjavíkur um þar síðustu helgi. Maðurinn er faðir stúlkunnar, sem var fimm mánaða gömul.

Nágranni hringdi á sjúkrabíl

Faðir, sem grunaður er um að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar, neitar sök. Nágranni mannsins hringdi á sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×