Mega kynleiðréttir íþróttamenn keppa í sínum flokki hér á landi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2014 18:30 Kynleiðréttingar íþróttamanna voru teknar fyrir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og heyrðu þeir í Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóri ÍSÍ. Strákarnir í Reykjavík síðdegis rákust á frétt á netinu sem fjallaði um konu í Kaliforníu hefur stefnt forvarsmönnum krossfitsmóts þar sem að hún fær ekki að keppa í kvennaflokki en umrædd kona hefur farið í kynleiðréttingu. Konan fæddist sem karlmaður en er kona í dag eftir að hafa farið í kynleiðréttingu. Hún vill keppa sem kona á þessu krossfitmóti en fær það ekki. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ ræddi málið í Reykjavík síðdegis og fór yfir hvaða reglur gilda um kynleiðrétta einstaklinga í íþróttum hér á landi. Hvaða reglur gilda hér á landi. Getur karl sem lætur leiðrétta kyn sitt keppt sem kona á mótum hjá aðildarfélögum ÍSÍ? „Við myndum að sjálfsögðu fara eftir því sem alþjóðaólympíunefndin leggur til og það sem tíðkast innan viðkomandi alþjóðlegu sérsambanda. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég held að þetta hafi mögulega fyrst komið upp hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu í kringum 1989 eða 1990," sagði Líney Rut Halldórsdóttir. „Þá var þetta tekið eins og þeir segja mál fyrir mál eða einstakling fyrir einstakling. Árið 2003 setur Alþjóðaólympíunefndin sér ákveðnar reglur og þær kallast Stokkhólmsyfirlýsingin varðandi kynbreytingar . Í framhaldinu á þeim voru settar fram ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta keppt undir sínu nýja kyni," sagði Líney Rut en hverjar eru þær reglur? „Ef kynskiptin fara fram áður en viðkomandi fer í gegnum kynþroskaaldurinn þá gerist það bara sjálfkrafa og þú keppir í því kyni sem þú ert að breytast yfir í. Ef að þetta er gert eftir kynþroska þá leggja þeir upp með það að til þess að geta tekið þátt í keppnum eftir kynskiptaaðgerð þá þurfa allar sköfuaðgerðir að vera búnar, að búið sé að fjarlægja eggjastokka og eistu og þvíumlíkt sem og að hormónameðferð hafi farið fram. Þá má viðkomandi keppa ef að það eru liðin tvö ár síðan að meðferðunum er lokið," segir Líney. Líney Rut staðfesti að það hafi ekki verið látið reyna á þessar reglur hér á landi en það er hægt að heyra allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Erlendar Innlendar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Kynleiðréttingar íþróttamanna voru teknar fyrir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og heyrðu þeir í Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdarstjóri ÍSÍ. Strákarnir í Reykjavík síðdegis rákust á frétt á netinu sem fjallaði um konu í Kaliforníu hefur stefnt forvarsmönnum krossfitsmóts þar sem að hún fær ekki að keppa í kvennaflokki en umrædd kona hefur farið í kynleiðréttingu. Konan fæddist sem karlmaður en er kona í dag eftir að hafa farið í kynleiðréttingu. Hún vill keppa sem kona á þessu krossfitmóti en fær það ekki. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ ræddi málið í Reykjavík síðdegis og fór yfir hvaða reglur gilda um kynleiðrétta einstaklinga í íþróttum hér á landi. Hvaða reglur gilda hér á landi. Getur karl sem lætur leiðrétta kyn sitt keppt sem kona á mótum hjá aðildarfélögum ÍSÍ? „Við myndum að sjálfsögðu fara eftir því sem alþjóðaólympíunefndin leggur til og það sem tíðkast innan viðkomandi alþjóðlegu sérsambanda. Þetta er ekki nýtt af nálinni og ég held að þetta hafi mögulega fyrst komið upp hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu í kringum 1989 eða 1990," sagði Líney Rut Halldórsdóttir. „Þá var þetta tekið eins og þeir segja mál fyrir mál eða einstakling fyrir einstakling. Árið 2003 setur Alþjóðaólympíunefndin sér ákveðnar reglur og þær kallast Stokkhólmsyfirlýsingin varðandi kynbreytingar . Í framhaldinu á þeim voru settar fram ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að geta keppt undir sínu nýja kyni," sagði Líney Rut en hverjar eru þær reglur? „Ef kynskiptin fara fram áður en viðkomandi fer í gegnum kynþroskaaldurinn þá gerist það bara sjálfkrafa og þú keppir í því kyni sem þú ert að breytast yfir í. Ef að þetta er gert eftir kynþroska þá leggja þeir upp með það að til þess að geta tekið þátt í keppnum eftir kynskiptaaðgerð þá þurfa allar sköfuaðgerðir að vera búnar, að búið sé að fjarlægja eggjastokka og eistu og þvíumlíkt sem og að hormónameðferð hafi farið fram. Þá má viðkomandi keppa ef að það eru liðin tvö ár síðan að meðferðunum er lokið," segir Líney. Líney Rut staðfesti að það hafi ekki verið látið reyna á þessar reglur hér á landi en það er hægt að heyra allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Erlendar Innlendar Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira