Erlent

Símhringingarnar eigi sér eðlilegar skýringar

vísir/afp
Kínverskir fjölmiðlar hafa nú greint frá því að hægt er að hringja í farsíma og fá hringisón þrátt fyrir að slökkt sé á símanum en aðstandendur farþega í vél Malaysian air hafa náð að hringja í týnda ástvini sína allt frá því að flugvélin hvarf af ratsjám.

Jeff Kagan, sérfræðingur á sviði fjarskipta, segir í viðtali við NBC að þrátt fyrir að sónn heyrist þá þýði það ekki að síminn sé farinn að hringja.

„Kerfið byrjar fyrst að leita eftir símanum, allt frá hans síðustu staðsetningu. Ef síminn finnst ekki þá slitnar símtalið.“

Jeff nefnir myndband sem farið hefur víðsvegar um veraldarvefinn þar sem áhyggjufullur aðstandandi sést hringja í farþega vélarinnar. Þá fær hann són í nokkrar sekúndur áður en símtalið slitnar.


Tengdar fréttir

Farsímar farþeganna hringja enn

Hvert sem afdrif flugvélarinnar kann að vera, á að teljast ómögulegt að símarnir skuli enn vera tengdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×