Viðræðuslit eða -hlé Andrés Fjeldsted skrifar 10. mars 2014 10:17 Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild „án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Ráðherra hafði áður kveðið uppúr með lögfræðiáliti, að þingsályktanir væru ekki bindandi milli þinga. Eitthvað hefur það álit skolast til! Hér er síðan vikið frá efni stjórnarsáttmálans um viðræðuhlé og að ekki verði haldið lengra „nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan gengur lengra, með fomlegum viðræðuslitum.Breytt afstaða Alþingis Eftir þingkosningar 2009 höfðu þrír stjórnmálaflokkar af fimm á þingi á sinni stefnuskrá að sækja um aðild. Umsóknarferli Íslands hófst með þingsályktun sem 33 þingmenn allra flokka samþykktu. Ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn að ESB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Í athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra er ályktað, að í raun hafi ekki „verið til staðar meirihlutavilji,“ heldur „hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka“ og því „tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Þetta er sérkennilegt þar sem tillagan hlaut samþykki 3 þingmanna Framsóknar, þ. á m. þáverandi varaformanns flokksins, sem og núverandi þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Að ráðherra, sem situr í umboði þings, dragi í efa gildi þingsályktunar, sem hlýtur afgreiðslu í samræmi við stjórnskipulegar reglur, er merkileg staða. Afstaða fyrra þings um sérstakt eðli aðildarsamnings sem þjóðréttarsamnings liggur fyrir og var í þeim efnum samhljóma álit alls þingheims. Hefðbundin málsmeðferð með samþykki Alþingis dugi einfaldlega ekki og aðkoma þjóðarinnar nauðsynleg. Ef þingsályktunartillagan nú fæst samþykkt, er blaðinu snúið við og horfið frá aðkomu þjóðarinnar í þessu ferli og fyrirheit fyrir kosningar sl. vor svikin, sama hvað menn reyna nú að teygja orð sín.Trúverðugleiki þjóðar Í pólitískum skilningi varðar málið einnig aðra spurningu en aðild að ESB. Höfundur skilur vel þá afstöðu að vilja ekki aðild, enda vel rökstutt. Það er erfitt að skilja afstöðu þeirra sem neita að virða vilja hinna, sem telja að aðildarviðræðum eigi að ljúka og þjóðinni falið ákvörðunarvald um framhaldið. Það er vanvirðing við stóran hluta kjósenda. Að fyrirhugað sé að binda endi á viðræður nú, án þess að benda á einn einasta ásteytingarstein, sem raunverulega bar í milli, varðar einnig aðra pólitíska hagsmuni - trúverðugleika gagnvart mikilvægum samstarfsaðila og vinaþjóðum. Þess vegna stíga fram reynslumiklir, grandvarir menn á borð við Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra og kalla þetta mestu utanríkispólitísku mistök seinni tíma. Augljós málamiðlun er að gera hlé út kjörtímabilið og afstaða falin nýju þingi. Þannig er komið hreint fram við viðsemjendur okkar um, að stjórnvöld sjái sér ekki fært að halda málinu áfram að svo stöddu. Slík niðurstaða væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og myndi skapa nauðsynlega sátt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild „án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Ráðherra hafði áður kveðið uppúr með lögfræðiáliti, að þingsályktanir væru ekki bindandi milli þinga. Eitthvað hefur það álit skolast til! Hér er síðan vikið frá efni stjórnarsáttmálans um viðræðuhlé og að ekki verði haldið lengra „nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan gengur lengra, með fomlegum viðræðuslitum.Breytt afstaða Alþingis Eftir þingkosningar 2009 höfðu þrír stjórnmálaflokkar af fimm á þingi á sinni stefnuskrá að sækja um aðild. Umsóknarferli Íslands hófst með þingsályktun sem 33 þingmenn allra flokka samþykktu. Ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn að ESB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Í athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra er ályktað, að í raun hafi ekki „verið til staðar meirihlutavilji,“ heldur „hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka“ og því „tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Þetta er sérkennilegt þar sem tillagan hlaut samþykki 3 þingmanna Framsóknar, þ. á m. þáverandi varaformanns flokksins, sem og núverandi þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Að ráðherra, sem situr í umboði þings, dragi í efa gildi þingsályktunar, sem hlýtur afgreiðslu í samræmi við stjórnskipulegar reglur, er merkileg staða. Afstaða fyrra þings um sérstakt eðli aðildarsamnings sem þjóðréttarsamnings liggur fyrir og var í þeim efnum samhljóma álit alls þingheims. Hefðbundin málsmeðferð með samþykki Alþingis dugi einfaldlega ekki og aðkoma þjóðarinnar nauðsynleg. Ef þingsályktunartillagan nú fæst samþykkt, er blaðinu snúið við og horfið frá aðkomu þjóðarinnar í þessu ferli og fyrirheit fyrir kosningar sl. vor svikin, sama hvað menn reyna nú að teygja orð sín.Trúverðugleiki þjóðar Í pólitískum skilningi varðar málið einnig aðra spurningu en aðild að ESB. Höfundur skilur vel þá afstöðu að vilja ekki aðild, enda vel rökstutt. Það er erfitt að skilja afstöðu þeirra sem neita að virða vilja hinna, sem telja að aðildarviðræðum eigi að ljúka og þjóðinni falið ákvörðunarvald um framhaldið. Það er vanvirðing við stóran hluta kjósenda. Að fyrirhugað sé að binda endi á viðræður nú, án þess að benda á einn einasta ásteytingarstein, sem raunverulega bar í milli, varðar einnig aðra pólitíska hagsmuni - trúverðugleika gagnvart mikilvægum samstarfsaðila og vinaþjóðum. Þess vegna stíga fram reynslumiklir, grandvarir menn á borð við Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra og kalla þetta mestu utanríkispólitísku mistök seinni tíma. Augljós málamiðlun er að gera hlé út kjörtímabilið og afstaða falin nýju þingi. Þannig er komið hreint fram við viðsemjendur okkar um, að stjórnvöld sjái sér ekki fært að halda málinu áfram að svo stöddu. Slík niðurstaða væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og myndi skapa nauðsynlega sátt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun