Viðræðuslit eða -hlé Andrés Fjeldsted skrifar 10. mars 2014 10:17 Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild „án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Ráðherra hafði áður kveðið uppúr með lögfræðiáliti, að þingsályktanir væru ekki bindandi milli þinga. Eitthvað hefur það álit skolast til! Hér er síðan vikið frá efni stjórnarsáttmálans um viðræðuhlé og að ekki verði haldið lengra „nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan gengur lengra, með fomlegum viðræðuslitum.Breytt afstaða Alþingis Eftir þingkosningar 2009 höfðu þrír stjórnmálaflokkar af fimm á þingi á sinni stefnuskrá að sækja um aðild. Umsóknarferli Íslands hófst með þingsályktun sem 33 þingmenn allra flokka samþykktu. Ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn að ESB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Í athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra er ályktað, að í raun hafi ekki „verið til staðar meirihlutavilji,“ heldur „hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka“ og því „tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Þetta er sérkennilegt þar sem tillagan hlaut samþykki 3 þingmanna Framsóknar, þ. á m. þáverandi varaformanns flokksins, sem og núverandi þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Að ráðherra, sem situr í umboði þings, dragi í efa gildi þingsályktunar, sem hlýtur afgreiðslu í samræmi við stjórnskipulegar reglur, er merkileg staða. Afstaða fyrra þings um sérstakt eðli aðildarsamnings sem þjóðréttarsamnings liggur fyrir og var í þeim efnum samhljóma álit alls þingheims. Hefðbundin málsmeðferð með samþykki Alþingis dugi einfaldlega ekki og aðkoma þjóðarinnar nauðsynleg. Ef þingsályktunartillagan nú fæst samþykkt, er blaðinu snúið við og horfið frá aðkomu þjóðarinnar í þessu ferli og fyrirheit fyrir kosningar sl. vor svikin, sama hvað menn reyna nú að teygja orð sín.Trúverðugleiki þjóðar Í pólitískum skilningi varðar málið einnig aðra spurningu en aðild að ESB. Höfundur skilur vel þá afstöðu að vilja ekki aðild, enda vel rökstutt. Það er erfitt að skilja afstöðu þeirra sem neita að virða vilja hinna, sem telja að aðildarviðræðum eigi að ljúka og þjóðinni falið ákvörðunarvald um framhaldið. Það er vanvirðing við stóran hluta kjósenda. Að fyrirhugað sé að binda endi á viðræður nú, án þess að benda á einn einasta ásteytingarstein, sem raunverulega bar í milli, varðar einnig aðra pólitíska hagsmuni - trúverðugleika gagnvart mikilvægum samstarfsaðila og vinaþjóðum. Þess vegna stíga fram reynslumiklir, grandvarir menn á borð við Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra og kalla þetta mestu utanríkispólitísku mistök seinni tíma. Augljós málamiðlun er að gera hlé út kjörtímabilið og afstaða falin nýju þingi. Þannig er komið hreint fram við viðsemjendur okkar um, að stjórnvöld sjái sér ekki fært að halda málinu áfram að svo stöddu. Slík niðurstaða væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og myndi skapa nauðsynlega sátt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild „án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Ráðherra hafði áður kveðið uppúr með lögfræðiáliti, að þingsályktanir væru ekki bindandi milli þinga. Eitthvað hefur það álit skolast til! Hér er síðan vikið frá efni stjórnarsáttmálans um viðræðuhlé og að ekki verði haldið lengra „nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Tillagan gengur lengra, með fomlegum viðræðuslitum.Breytt afstaða Alþingis Eftir þingkosningar 2009 höfðu þrír stjórnmálaflokkar af fimm á þingi á sinni stefnuskrá að sækja um aðild. Umsóknarferli Íslands hófst með þingsályktun sem 33 þingmenn allra flokka samþykktu. Ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn að ESB og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samning. Í athugasemdum við fyrirliggjandi tillögu utanríkisráðherra er ályktað, að í raun hafi ekki „verið til staðar meirihlutavilji,“ heldur „hafi þetta verið hluti af pólitísku samkomulagi þáverandi stjórnarflokka“ og því „tæplega lýsandi fyrir afstöðu þingmanna.“ Þetta er sérkennilegt þar sem tillagan hlaut samþykki 3 þingmanna Framsóknar, þ. á m. þáverandi varaformanns flokksins, sem og núverandi þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Að ráðherra, sem situr í umboði þings, dragi í efa gildi þingsályktunar, sem hlýtur afgreiðslu í samræmi við stjórnskipulegar reglur, er merkileg staða. Afstaða fyrra þings um sérstakt eðli aðildarsamnings sem þjóðréttarsamnings liggur fyrir og var í þeim efnum samhljóma álit alls þingheims. Hefðbundin málsmeðferð með samþykki Alþingis dugi einfaldlega ekki og aðkoma þjóðarinnar nauðsynleg. Ef þingsályktunartillagan nú fæst samþykkt, er blaðinu snúið við og horfið frá aðkomu þjóðarinnar í þessu ferli og fyrirheit fyrir kosningar sl. vor svikin, sama hvað menn reyna nú að teygja orð sín.Trúverðugleiki þjóðar Í pólitískum skilningi varðar málið einnig aðra spurningu en aðild að ESB. Höfundur skilur vel þá afstöðu að vilja ekki aðild, enda vel rökstutt. Það er erfitt að skilja afstöðu þeirra sem neita að virða vilja hinna, sem telja að aðildarviðræðum eigi að ljúka og þjóðinni falið ákvörðunarvald um framhaldið. Það er vanvirðing við stóran hluta kjósenda. Að fyrirhugað sé að binda endi á viðræður nú, án þess að benda á einn einasta ásteytingarstein, sem raunverulega bar í milli, varðar einnig aðra pólitíska hagsmuni - trúverðugleika gagnvart mikilvægum samstarfsaðila og vinaþjóðum. Þess vegna stíga fram reynslumiklir, grandvarir menn á borð við Einar Benediktsson fyrrv. sendiherra og kalla þetta mestu utanríkispólitísku mistök seinni tíma. Augljós málamiðlun er að gera hlé út kjörtímabilið og afstaða falin nýju þingi. Þannig er komið hreint fram við viðsemjendur okkar um, að stjórnvöld sjái sér ekki fært að halda málinu áfram að svo stöddu. Slík niðurstaða væri í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og myndi skapa nauðsynlega sátt.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar