Innlent

ESB umræður halda áfram

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/daníel
Formenn þingflokka funda með forseta Alþingis í dag klukkan 11 þar sem farið verður yfir dagskrá vikunnar.

Þingfundur hefst klukkan 15 í dag og verður framhald á umræðum um þingsályktunartillögu utaníkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB fyrst á dagskrá. Þá leggja Píratar fram tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB.

Einnig verður lagt fram lagafrumvarp um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna og er það lagt fram af Jóni Þóri Ólafssyni, Pírata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×