Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Kalíforníu

Skjálftinn fannst meðal annars vel í borginni San Francisco.
Skjálftinn fannst meðal annars vel í borginni San Francisco. vísir/Getty
Öflugur jarðskjálfti reið yfir á Vesturströnd Bandaríkjanna nú í morgunsárið og mældist hann 6,9 stig að því er fram kemur á fréttavef LA Times. Upptök skjálftans voru undan ströndum Norður Kalíforníu nærri bænum Eureka.

Margir smærri eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið en stóri skjálftinn fannst greinilega á stóru svæði. Engar fregnir hafa borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans og flóðbylgjuviðvörun var ekki gefin út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×