Skuldaleiðréttingar kosta ríkisskattstjóra nærri 300 milljónir Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. mars 2014 15:17 Vísir/Stefán Áætlað er að kostnaður ríkisskattstjóra vegna umsjónar með lækkun skulda verðtryggðra fasteignalána verði 285 milljónir króna. Umsóknartímabil vegna leiðréttingar á verðtryggðum fasteignalánum hefst 15. maí 2014 og því lýkur 1. september 2014, samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um skuldaleiðréttinguna sem lagt var fram á miðvikudag. Samkvæmt 4. gr. frumvarpsins skal beina umsóknum til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður og skal málsmeðferðin vera rafræn. Kostnaður ríkisskattstjóra vegna framkvæmdar leiðréttingarinnar er áætlaður 285 milljónir króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Helstu kostnaðarþættir vegna leiðréttingarinnar eru laun og aðkeypt sérfræðiþjónusta. Embætti ríkisskattstjóra reiknar með 15-17 stöðugildum og fljótlega í næsta mánuði verður auglýst eftir starfsfólki. Þegar mest verður er gert ráð fyrir útgjöldum fyrir þann þátt sem snýr að niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum frá maí til október 2015. Er sá kostnaður áætlaður 235 milljónir króna hjá ríkisskattstjóra. Þar af eru 135 milljónir árið 2014 og 100 milljónir á árinu 2015. Fyrir 15. maí, þegar umsóknartímabil hefst, þarf vefsíðan og allur hugbúnaður að vera upp settur. Þá er gert ráð fyrir því að úrvinnsla umsókna muni taka sinn tíma en ríkisskattstjóri á að birta niðurstöðu um útreikning leiðréttingar með rafrænum hætti fyrir umsækjanda þegar hún liggur fyrir. Samkvæmt frumvarpi um skuldaleiðréttinguna er ríkisskattstjóra heimilt að afla nauðsynlegra upplýsinga við afgreiðslu umsóknar, svo sem frá umboðsmanni skuldara, lánastofnunum, öðrum lánveitendum, sýslumönnum og Þjóðskrá Íslands, óháð þagnarskyldu þessara aðila. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Áætlað er að kostnaður ríkisskattstjóra vegna umsjónar með lækkun skulda verðtryggðra fasteignalána verði 285 milljónir króna. Umsóknartímabil vegna leiðréttingar á verðtryggðum fasteignalánum hefst 15. maí 2014 og því lýkur 1. september 2014, samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um skuldaleiðréttinguna sem lagt var fram á miðvikudag. Samkvæmt 4. gr. frumvarpsins skal beina umsóknum til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður og skal málsmeðferðin vera rafræn. Kostnaður ríkisskattstjóra vegna framkvæmdar leiðréttingarinnar er áætlaður 285 milljónir króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Helstu kostnaðarþættir vegna leiðréttingarinnar eru laun og aðkeypt sérfræðiþjónusta. Embætti ríkisskattstjóra reiknar með 15-17 stöðugildum og fljótlega í næsta mánuði verður auglýst eftir starfsfólki. Þegar mest verður er gert ráð fyrir útgjöldum fyrir þann þátt sem snýr að niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum frá maí til október 2015. Er sá kostnaður áætlaður 235 milljónir króna hjá ríkisskattstjóra. Þar af eru 135 milljónir árið 2014 og 100 milljónir á árinu 2015. Fyrir 15. maí, þegar umsóknartímabil hefst, þarf vefsíðan og allur hugbúnaður að vera upp settur. Þá er gert ráð fyrir því að úrvinnsla umsókna muni taka sinn tíma en ríkisskattstjóri á að birta niðurstöðu um útreikning leiðréttingar með rafrænum hætti fyrir umsækjanda þegar hún liggur fyrir. Samkvæmt frumvarpi um skuldaleiðréttinguna er ríkisskattstjóra heimilt að afla nauðsynlegra upplýsinga við afgreiðslu umsóknar, svo sem frá umboðsmanni skuldara, lánastofnunum, öðrum lánveitendum, sýslumönnum og Þjóðskrá Íslands, óháð þagnarskyldu þessara aðila.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira