Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2014 17:04 Tríóið FLEY. Egill Benedikt, píanisti lengst til hægri, er prófessor og hefur sem slíkum verið bannað af Háskóla Íslands að spila á skemmtiferðaskipum. Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við jazzpíanóleik og kemur meðal annars fram nú um helgina með FLEY-tríóinu sem heldur tónleika í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík nú á sunnudaginn klukkan 16:30. Meðlimir ásamt Agli eru Gunnar Hrafnsson bassi og Kjartan Guðnason, trommur. Tónleikarnir bera yfirskriftina: “Fram á FLEY-iferð”. Jazztríóið FLEY hefur leikið saman á sjó og landi, meðal annars um nokkurra vikna skeið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Egill segist segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig í smáatriðum um málið, né hver skrifar undir bréfið. „En, ég er með bréf í höndum frá yfirmönnum háskólans þar sem mér er bannað að stunda píanóleik í atvinnuskyni þar sem það samræmist ekki stöðu minni sem prófessors. Bann þetta er um ótiltekinn tíma, óháð stað og stund. Ég má líklega spila á landi. Það er ekki tiltekið sérstaklega,“ segir Egill. Egill Benedikt segir ekki mjög langt um liðið síðan honum barst þetta bréf. „Ég er að leita ráða hjá mínum lögfræðingi og vil kannski ekki tjá mig um þetta að sinni en ég get sagt að þetta er á vegum rektors. Bað um leyfi til að spila og fékk þá þetta bann. Það var fulltrúi á vegum rektors. Meira get ég ekki sagt að sinni,“ segir Egill sem telur þetta bréf og þetta bann ekki ná nokkurri átt. Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við jazzpíanóleik og kemur meðal annars fram nú um helgina með FLEY-tríóinu sem heldur tónleika í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík nú á sunnudaginn klukkan 16:30. Meðlimir ásamt Agli eru Gunnar Hrafnsson bassi og Kjartan Guðnason, trommur. Tónleikarnir bera yfirskriftina: “Fram á FLEY-iferð”. Jazztríóið FLEY hefur leikið saman á sjó og landi, meðal annars um nokkurra vikna skeið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Egill segist segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig í smáatriðum um málið, né hver skrifar undir bréfið. „En, ég er með bréf í höndum frá yfirmönnum háskólans þar sem mér er bannað að stunda píanóleik í atvinnuskyni þar sem það samræmist ekki stöðu minni sem prófessors. Bann þetta er um ótiltekinn tíma, óháð stað og stund. Ég má líklega spila á landi. Það er ekki tiltekið sérstaklega,“ segir Egill. Egill Benedikt segir ekki mjög langt um liðið síðan honum barst þetta bréf. „Ég er að leita ráða hjá mínum lögfræðingi og vil kannski ekki tjá mig um þetta að sinni en ég get sagt að þetta er á vegum rektors. Bað um leyfi til að spila og fékk þá þetta bann. Það var fulltrúi á vegum rektors. Meira get ég ekki sagt að sinni,“ segir Egill sem telur þetta bréf og þetta bann ekki ná nokkurri átt.
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent