Innlent

Lítið miðar í kjaradeilu kennara

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Framhaldsskólakennarar funda nú í húsi ríkissáttasemjara og hófst fundur þeirra í dag klukkan níu í morgun.

Í dag hefur verið unnið að kjarasamningsákvæðum sem tengjast vinnutíma og innleiðingu á nýjum framhaldsskólalögum. Þau fela meðal annars í sér lengingu á skólaárinu og upptöku á nýrri framhaldsskólaeiningu og hugsanlegum möguleika á styttingu framhaldsskólanna.  

„Kjarasamningurinn verður að taka mið af þessu. Þetta er tæknilega flókin vinna og sjáum við fram á að halda áfram að vinna í þessu næstu daga,“ segir Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Þá segir hann þeim lítið miða áfram og gerir ráð fyrir að fundað verði um málið alla helgina.


Tengdar fréttir

Mjög alvarlega staða sögð vera í viðræðum við kennara

Afar þungt hljóð er í samninganefndum framhaldsskólakennara og ríkisins. Kennarar undrast hve lengi tekur að semja og segja ábyrgðina liggja hjá ríkinu. Skoða á tilboð ríkisins ofan í kjölinn á fundi klukkan tíu í dag.

Funda í húsi ríkissáttasemjara í dag

Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið yfir í fjóra daga en samninganefnd ríkisins, Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum funda aftur í dag í húsi ríkissáttasemjara.

Langt í land hjá kennurum

Framhaldsskólakennarar og samninganefnd ríkisins funduðu fram á sjöunda tímann í gær án árangurs.

Kjaradeila kennara enn óleyst

Fjórði dagur verkfalls framhaldsskólakennara er í dag og lauk fundi samninganefndar ríkisins og Félagsfundi framhaldsskólakennara um kvöldmatarleyti í kvöld, aftur án niðurstöðu.

„Tilboðið er móðgun við kennara“

Framhaldsskólakennarar segja nýtt launatilboð ríkisins vera móðgun - það sé verra en tilboð sem lagt var fram áður en verkfall skall á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×