Erlent

68% Bandaríkjamanna álíta Rússa óvinaþjóð

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Bandaríkjamenn álíta Rússa óvini sína.
Bandaríkjamenn álíta Rússa óvini sína. Vísir/Getty
Eftir umbrotamikinn vetur og deilur Rússa og Bandaríkjamanna yfir Krímskaga standa tölur Bandaríkjamanna sem álíta Rússa óvinaþjóð Bandaríkjamanna í methæðum. 44% segja Rússa óvinveitta Bandaríkjamönnum og 24% álíta Rússa fjendur Bandaríkjamanna. Skoðanakannanafyrirtækið Gallup greinir frá þessu.

Könnunin var lögð fyrir bandarísku þjóðina 22-23 mars, eftir að Krímskagi kaus um sjálfstæði frá Úkraínu og Rússlandsforseti Vladimir Putin lýsti því yfir að Úkraína væri gengin í Rússneska ríkjasambandið.

 

Könnun Gallup sýnir að Bandaríkjamenn álíta Rússland óvinveitt gagnvart þjóð sinni.Mynd/skjáskot
Síðan 1999 hafa Bandaríkjamenn álitið Rússa sér vinveitta, en ekki þarf að líta lengra til baka en júní 2013. Þá álitu 52% Bandaríkjamanna Rússland vera samherja Bandaríkjanna eða þeim vinveitt.

Neikvæðar skoðanir Bandaríkjamanna eru tiltölulega nýlegar eftir að togstreita í samskiptum milli ríkjanna hefur farið vaxandi. Jákvæðni Bandaríkjamanna í garð Rússlands fer dvínandi eftir að Putin veitti uppljóstraranum Edward Snowden tímabundið hæli. Einnig skarst Putin í leikinn þegar efnavopnadeila við Sýrland átti sér stað síðasta haust, og ávítaði svo Barack Obama Bandaríkjaforseta í fréttablaðinu bandaríska New York Times.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×