Áfellisdómur yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2014 20:30 Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gagnrýnir harðlega skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Þingmenn ræddu einnig minnkandi skattekjur á hvern ferðamann á sama tíma og ferðamönnum til landsins fjölgar gífurlega. Meirihlutaálit stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í raun áfellisdómur á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð, þótt meirihlutinn taki undir margt af þeirri gagnrýni sem fram kemur í skýrslunni. Meirihluti nefndarinnar telur ekkert hæft í fullyrðingum rannsóknarnefndarinnar um að heildartap á Íbúðalánasjóði sé um 270 milljarðar, Íbúðalánasjóður beri ekki ábyrgð á húsnæðisbólunni með 90 prósenta lánum sínum sem hafi verið örfá - þar hafi gengdarlaus lán bankanna stýrt för og þá er ekki tekið undir gagnrýni á ýmsa yfirmenn og stjórnarmenn í Íbúðalánsjóði, sem ekki hafi notið andmælaréttar hjá Rannsóknarnefndinni, eins og fram komu í framsöguræðu Ögmundar Jónassonar formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. „Og hvað varðar skírskotun í pólitísk tengsl manna, vil ég segja að þá skuli menn stíga varlega tiljarðar. Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafnræði ríki, það sé horft á alla óháð því í hvaða stjórnmálaflokki þeir eru. Og síðan hitt, sem öllu máli skiptir, að menn séu dæmdir af verkum sínum en ekki tengslum við pólitíska flokka,“ sagði Ögmundur. En þingmenn ræddu fleiri mál í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Gífurleg fjölgun hefur orðið á erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands á undanförnum áratug og nú er því spáð að þeir verði ein milljón á næsta ári. Skatttekjur á hvern og einn þeirra hafa hins vegar dregist saman á undanförnum árum, eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar vakti máls á á Alþingi í dag. „Er einhver skynsemi í því ástandi sem stjórnvöld virðast vilja viðhalda, að erlendur ferðamaður sem sækir Ísland heim fái afslátt af almennum virðisaukaskatti þegar hann gerir upp hótelherbergið sitt? Þegar hann greiðir síðan fyrir bílaleigubíl fái hann aftur afslátt af vörugjöldum sem íslensk heimili þurfa að greiða að fullu og til að ná þessum ríkisstyrkjum til baka eigi að setja upp nýtt skattheimtukerfi og rukka þar með alla Íslendinga í leiðinni,“ sagði Oddný og vísaði þar til fyrirhugaðs náttúrupassa. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að skoða þyrfti betur gögn um tekjur af erlendum ferðamönnum, þær gætu bæði verið af beinum sköttum og óbeinum í gegnum verslun og þjónustu. „Ég vil segja varðandi endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu. Ég vil í fyrsta lagi að við fækkum undanþágum, ég vil í öðru lagi lækka bilið á milli þrepanna. Þessi vinna er komin af stað . Ég hef talað mjög skýrt um það að einfalda kerfið, færri undanþágur, minna bil milli þrepa. Það þýðir hærra neðra þrep, lægra efra þrep og það mun hafa í för með sér breytingar fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gagnrýnir harðlega skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Þingmenn ræddu einnig minnkandi skattekjur á hvern ferðamann á sama tíma og ferðamönnum til landsins fjölgar gífurlega. Meirihlutaálit stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í raun áfellisdómur á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð, þótt meirihlutinn taki undir margt af þeirri gagnrýni sem fram kemur í skýrslunni. Meirihluti nefndarinnar telur ekkert hæft í fullyrðingum rannsóknarnefndarinnar um að heildartap á Íbúðalánasjóði sé um 270 milljarðar, Íbúðalánasjóður beri ekki ábyrgð á húsnæðisbólunni með 90 prósenta lánum sínum sem hafi verið örfá - þar hafi gengdarlaus lán bankanna stýrt för og þá er ekki tekið undir gagnrýni á ýmsa yfirmenn og stjórnarmenn í Íbúðalánsjóði, sem ekki hafi notið andmælaréttar hjá Rannsóknarnefndinni, eins og fram komu í framsöguræðu Ögmundar Jónassonar formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. „Og hvað varðar skírskotun í pólitísk tengsl manna, vil ég segja að þá skuli menn stíga varlega tiljarðar. Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafnræði ríki, það sé horft á alla óháð því í hvaða stjórnmálaflokki þeir eru. Og síðan hitt, sem öllu máli skiptir, að menn séu dæmdir af verkum sínum en ekki tengslum við pólitíska flokka,“ sagði Ögmundur. En þingmenn ræddu fleiri mál í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Gífurleg fjölgun hefur orðið á erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands á undanförnum áratug og nú er því spáð að þeir verði ein milljón á næsta ári. Skatttekjur á hvern og einn þeirra hafa hins vegar dregist saman á undanförnum árum, eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar vakti máls á á Alþingi í dag. „Er einhver skynsemi í því ástandi sem stjórnvöld virðast vilja viðhalda, að erlendur ferðamaður sem sækir Ísland heim fái afslátt af almennum virðisaukaskatti þegar hann gerir upp hótelherbergið sitt? Þegar hann greiðir síðan fyrir bílaleigubíl fái hann aftur afslátt af vörugjöldum sem íslensk heimili þurfa að greiða að fullu og til að ná þessum ríkisstyrkjum til baka eigi að setja upp nýtt skattheimtukerfi og rukka þar með alla Íslendinga í leiðinni,“ sagði Oddný og vísaði þar til fyrirhugaðs náttúrupassa. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að skoða þyrfti betur gögn um tekjur af erlendum ferðamönnum, þær gætu bæði verið af beinum sköttum og óbeinum í gegnum verslun og þjónustu. „Ég vil segja varðandi endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu. Ég vil í fyrsta lagi að við fækkum undanþágum, ég vil í öðru lagi lækka bilið á milli þrepanna. Þessi vinna er komin af stað . Ég hef talað mjög skýrt um það að einfalda kerfið, færri undanþágur, minna bil milli þrepa. Það þýðir hærra neðra þrep, lægra efra þrep og það mun hafa í för með sér breytingar fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Sjá meira