Áfellisdómur yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2014 20:30 Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gagnrýnir harðlega skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Þingmenn ræddu einnig minnkandi skattekjur á hvern ferðamann á sama tíma og ferðamönnum til landsins fjölgar gífurlega. Meirihlutaálit stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í raun áfellisdómur á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð, þótt meirihlutinn taki undir margt af þeirri gagnrýni sem fram kemur í skýrslunni. Meirihluti nefndarinnar telur ekkert hæft í fullyrðingum rannsóknarnefndarinnar um að heildartap á Íbúðalánasjóði sé um 270 milljarðar, Íbúðalánasjóður beri ekki ábyrgð á húsnæðisbólunni með 90 prósenta lánum sínum sem hafi verið örfá - þar hafi gengdarlaus lán bankanna stýrt för og þá er ekki tekið undir gagnrýni á ýmsa yfirmenn og stjórnarmenn í Íbúðalánsjóði, sem ekki hafi notið andmælaréttar hjá Rannsóknarnefndinni, eins og fram komu í framsöguræðu Ögmundar Jónassonar formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. „Og hvað varðar skírskotun í pólitísk tengsl manna, vil ég segja að þá skuli menn stíga varlega tiljarðar. Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafnræði ríki, það sé horft á alla óháð því í hvaða stjórnmálaflokki þeir eru. Og síðan hitt, sem öllu máli skiptir, að menn séu dæmdir af verkum sínum en ekki tengslum við pólitíska flokka,“ sagði Ögmundur. En þingmenn ræddu fleiri mál í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Gífurleg fjölgun hefur orðið á erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands á undanförnum áratug og nú er því spáð að þeir verði ein milljón á næsta ári. Skatttekjur á hvern og einn þeirra hafa hins vegar dregist saman á undanförnum árum, eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar vakti máls á á Alþingi í dag. „Er einhver skynsemi í því ástandi sem stjórnvöld virðast vilja viðhalda, að erlendur ferðamaður sem sækir Ísland heim fái afslátt af almennum virðisaukaskatti þegar hann gerir upp hótelherbergið sitt? Þegar hann greiðir síðan fyrir bílaleigubíl fái hann aftur afslátt af vörugjöldum sem íslensk heimili þurfa að greiða að fullu og til að ná þessum ríkisstyrkjum til baka eigi að setja upp nýtt skattheimtukerfi og rukka þar með alla Íslendinga í leiðinni,“ sagði Oddný og vísaði þar til fyrirhugaðs náttúrupassa. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að skoða þyrfti betur gögn um tekjur af erlendum ferðamönnum, þær gætu bæði verið af beinum sköttum og óbeinum í gegnum verslun og þjónustu. „Ég vil segja varðandi endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu. Ég vil í fyrsta lagi að við fækkum undanþágum, ég vil í öðru lagi lækka bilið á milli þrepanna. Þessi vinna er komin af stað . Ég hef talað mjög skýrt um það að einfalda kerfið, færri undanþágur, minna bil milli þrepa. Það þýðir hærra neðra þrep, lægra efra þrep og það mun hafa í för með sér breytingar fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gagnrýnir harðlega skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Þingmenn ræddu einnig minnkandi skattekjur á hvern ferðamann á sama tíma og ferðamönnum til landsins fjölgar gífurlega. Meirihlutaálit stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í raun áfellisdómur á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð, þótt meirihlutinn taki undir margt af þeirri gagnrýni sem fram kemur í skýrslunni. Meirihluti nefndarinnar telur ekkert hæft í fullyrðingum rannsóknarnefndarinnar um að heildartap á Íbúðalánasjóði sé um 270 milljarðar, Íbúðalánasjóður beri ekki ábyrgð á húsnæðisbólunni með 90 prósenta lánum sínum sem hafi verið örfá - þar hafi gengdarlaus lán bankanna stýrt för og þá er ekki tekið undir gagnrýni á ýmsa yfirmenn og stjórnarmenn í Íbúðalánsjóði, sem ekki hafi notið andmælaréttar hjá Rannsóknarnefndinni, eins og fram komu í framsöguræðu Ögmundar Jónassonar formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. „Og hvað varðar skírskotun í pólitísk tengsl manna, vil ég segja að þá skuli menn stíga varlega tiljarðar. Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafnræði ríki, það sé horft á alla óháð því í hvaða stjórnmálaflokki þeir eru. Og síðan hitt, sem öllu máli skiptir, að menn séu dæmdir af verkum sínum en ekki tengslum við pólitíska flokka,“ sagði Ögmundur. En þingmenn ræddu fleiri mál í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Gífurleg fjölgun hefur orðið á erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands á undanförnum áratug og nú er því spáð að þeir verði ein milljón á næsta ári. Skatttekjur á hvern og einn þeirra hafa hins vegar dregist saman á undanförnum árum, eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar vakti máls á á Alþingi í dag. „Er einhver skynsemi í því ástandi sem stjórnvöld virðast vilja viðhalda, að erlendur ferðamaður sem sækir Ísland heim fái afslátt af almennum virðisaukaskatti þegar hann gerir upp hótelherbergið sitt? Þegar hann greiðir síðan fyrir bílaleigubíl fái hann aftur afslátt af vörugjöldum sem íslensk heimili þurfa að greiða að fullu og til að ná þessum ríkisstyrkjum til baka eigi að setja upp nýtt skattheimtukerfi og rukka þar með alla Íslendinga í leiðinni,“ sagði Oddný og vísaði þar til fyrirhugaðs náttúrupassa. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að skoða þyrfti betur gögn um tekjur af erlendum ferðamönnum, þær gætu bæði verið af beinum sköttum og óbeinum í gegnum verslun og þjónustu. „Ég vil segja varðandi endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu. Ég vil í fyrsta lagi að við fækkum undanþágum, ég vil í öðru lagi lækka bilið á milli þrepanna. Þessi vinna er komin af stað . Ég hef talað mjög skýrt um það að einfalda kerfið, færri undanþágur, minna bil milli þrepa. Það þýðir hærra neðra þrep, lægra efra þrep og það mun hafa í för með sér breytingar fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira