Fjölskylda í Noregi fær ekki skuldaleiðréttingu þrátt fyrir að hafa tekið verðtryggt íbúðalán Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2014 16:33 Grétar Þór Ævarsson mynd/aðsend „Það er enginn fjárhagslegur hvati til að koma til Íslands,“ segir Grétar Þór Ævarsson, sem búsettur er í Noregi. Hann hefur búið í Noregi með fjölskyldu sinni í eitt ár og gera þau ráð fyrir að vera ytra í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Þau voru með verðtryggt húsnæðislán árið 2008 og seldu húsnæði sitt árið 2012. Húsnæðislánið greiddu þau meðal annars upp með séreignarsparnaði sínum.Í skýrslu forsætisráðuneytisins segir að verðtryggð húsnæðislán verði færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Þrátt fyrir að þau tilheyri þessum hópi fólks sem var með verðtryggð lán á þessu tímabili þá nær skuldaleiðréttingin ekki til þeirra því þau eru búsett erlendis. „Skuldaleiðréttingin nær einungis til þeirra sem eru á íslenskum atvinnumarkaði eða eiga húsnæði á Íslandi,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána. Eiginkona Grétars er í sérnámi í læknisfræði sem ekki er kennt hérlendis og er því möguleikinn á að koma til Íslands ekki í boði. Hann segir fjölmarga Íslendinga vera í sömu stöðu. Heildarumfang skuldaleiðréttingarinnar er metið á um 150 milljarða króna sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil. „Möguleg lausn væri að bjóða upp á undanþágu á fjögurra ára reglunni, einmitt fyrir þennan hóp sem ætlar sér að flytja aftur heim. Bara ekki á næstu fjórum árum,“ segir Grétar. Einnig kemur fram í skýrslu forsætisráðuneytisins að aðgerðirnar muni aflétta efnahagslegri óvissu er varða skuldamál heimilanna og að samhliða lækkun skulda muni aðgerðin auka ráðstöfunartekjur heimila og hvetja til sparnaðar með skattleysi séreignarlífeyrissparnaðir. Með því muni myndast aukinn hvati til fjárfestingar þegar heimilin hafi meira svigrúm til fjárfestinga. „Þetta hefði getað verið útspil til að sporna við þessum ótta að fólk sé að fara frá landinu og á sama tíma tækifæri til þess að laða Íslendinga aftur til síns heima.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Það er enginn fjárhagslegur hvati til að koma til Íslands,“ segir Grétar Þór Ævarsson, sem búsettur er í Noregi. Hann hefur búið í Noregi með fjölskyldu sinni í eitt ár og gera þau ráð fyrir að vera ytra í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Þau voru með verðtryggt húsnæðislán árið 2008 og seldu húsnæði sitt árið 2012. Húsnæðislánið greiddu þau meðal annars upp með séreignarsparnaði sínum.Í skýrslu forsætisráðuneytisins segir að verðtryggð húsnæðislán verði færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Þrátt fyrir að þau tilheyri þessum hópi fólks sem var með verðtryggð lán á þessu tímabili þá nær skuldaleiðréttingin ekki til þeirra því þau eru búsett erlendis. „Skuldaleiðréttingin nær einungis til þeirra sem eru á íslenskum atvinnumarkaði eða eiga húsnæði á Íslandi,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána. Eiginkona Grétars er í sérnámi í læknisfræði sem ekki er kennt hérlendis og er því möguleikinn á að koma til Íslands ekki í boði. Hann segir fjölmarga Íslendinga vera í sömu stöðu. Heildarumfang skuldaleiðréttingarinnar er metið á um 150 milljarða króna sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil. „Möguleg lausn væri að bjóða upp á undanþágu á fjögurra ára reglunni, einmitt fyrir þennan hóp sem ætlar sér að flytja aftur heim. Bara ekki á næstu fjórum árum,“ segir Grétar. Einnig kemur fram í skýrslu forsætisráðuneytisins að aðgerðirnar muni aflétta efnahagslegri óvissu er varða skuldamál heimilanna og að samhliða lækkun skulda muni aðgerðin auka ráðstöfunartekjur heimila og hvetja til sparnaðar með skattleysi séreignarlífeyrissparnaðir. Með því muni myndast aukinn hvati til fjárfestingar þegar heimilin hafi meira svigrúm til fjárfestinga. „Þetta hefði getað verið útspil til að sporna við þessum ótta að fólk sé að fara frá landinu og á sama tíma tækifæri til þess að laða Íslendinga aftur til síns heima.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira