Lífið

Calvin Klein í Hörpu

Ellý Ármanns skrifar
HönnunarMars í ár hófst í dag með fyrirlestradegi sem ber yfirskriftina DesignTalks þar sem framúrskarandi erlendir hönnuðir og arkitektar veita innblástur með þekkingu sinni og reynslu.

Meðfylgjandi myndir má sjá af gestum sem mættu á fyrirlestrana og fatahönnuðinum Calvin Klein.

Ninja Ómarsdóttir markaðsfræðingur og Þórunn Hannesdóttir vöruhönnuður hjá Færid.com.

Flosi Eiríksson hjá KPMG og Tinna Ólafsdóttir hjá Igló&Indi.

Sigrún Böðvarsdóttir sölustjóri Sölku og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hjá Tíska.is.

Brynhildur Pálsdóttir, Hanna Dís Whithead, Daníel Golling og Rúna Thors eru saman með sýningu í Hannesarholti Grundarstíg 10 sem opnar í kvöld og verður út HönnunarMars.

Björg Gunnarsdóttir og Berglind Óskarsdóttir.

Diljá Ámundadóttir varafulltrúi Besta flokksins og framkvæmdastjóri Þetta reddast ehf og Þóra Björg starfsmaður Hörpu.

Calvin Klein fatahönnuður, stofnandi og eigandi Calvin Klein Inc ræðir við Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð á sviðinu í Hörpu í dag. Hann hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður heims. Í erindi sínu fjallaði hann um stefnumótun og aðferðir á ólíkum stigum starfsferils síns meðal annars.

Signý Kolbeinsdóttir og María Björg Sigurðardóttir hjá Tulipop.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×