Wu-Tang birta myndir af Íslendingi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. mars 2014 15:03 Skegg Arnaldar er heimsfrægt. Vísir/aðsent „Ég fékk smá áfall og átti aldrei von á þessu,“ segir Arnaldur Grétarsson en rapparinn Method Man úr hljómsveitinni Wu-Tang Clan setti mynd af Arnaldi inn á Instagram-síðu sína og sendi honum kveðju fyrr í vikunni. Ástæða myndbirtingarinnar er einföld: Arnaldur rakaði skegg sitt eftir hinu mjög fræga merki Wu-Tang hljómsveitarinnar. Skeggið hefur því vakið heimsathygli. Fleiri rapparar hafa birt myndina af Arnaldi á sínum síðum, Shabbazz the Disciple úr sveitinni Gravediggaz, sem kom einmitt hingað til lands rétt fyrir aldamótin, var einn þeirra. Auk þess hafa fréttasíður í Bandaríkjunum birt myndina. Á síðu Method Man, sendir hann Arnaldi einfalda kveðju: „Crazy!!!! Salute!!!“ sem mætti þýða svo: „Klikkað!!!“ og kastar svo kveðju á Arnald að hermanna sið. „Myndin er reyndar alveg ársgömul. Ég setti myndina á Facebook-síðina mína og gerði svo ekkert meira við hana,“ útskýrir Arnaldur. En frá Facebook-síðu hans hefur hún farið á flug um netheima og endað hjá Method Man. „Mér brá þegar ég sá myndina á Instagram-síðunni hans. Það var ótrúlegt að fá kveðju frá hetjunni sinni,“ segir Arnaldur sem hefur verið aðdáandi Wu-Tang síðan árið 1993, þegar platan þeirra Enter the Wu-Tang: Return of the 36 Chambers kom út.Tók þrjá mánuði að safna Arnaldur fékk hugmyndina að þessum frumlega skeggrakstri þegar hann sá myndir af öðrum sem höfðu rakað merki í skegg sitt. „Svo datt mér bara einhvernveginn í hug að prófa að gera Wu-Tang merkið.“ Hann tók sér góðan tíma í að safna skeggi fyrir myndina. „Þetta tók mig alveg þrjá mánuði. En það var algjörlega þess virði. Ég var með þetta skegg yfir eina helgi og það vakti mikla lukku,“ útskýrir Arnaldur. Ýmsir frasar, sem Wu-Tang aðdáendur ættu að þekkja hafa verið tengdir við myndina. „Já menn hafa grínast og kallað þetta Wu-Tang Killa beard,“ segir Arnaldur og er það vísun í viðurnefni sveitarinnar sem er stundum nefnd „Wu-Tang Killa Bees“. Einnig hefur verið vísað í eitt af frægari lögum sveitarinnar sem ber titilinn Protect Ya Neck, og þykir skegg Arnalds einstaklega hentugt til þess að uppfylla þann boðskap sveitarinnar. Hér að neðan má sjá færslu Method Man á Instagram-síðu sinni, þegar hann kastaði kveðju á Arnald. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég fékk smá áfall og átti aldrei von á þessu,“ segir Arnaldur Grétarsson en rapparinn Method Man úr hljómsveitinni Wu-Tang Clan setti mynd af Arnaldi inn á Instagram-síðu sína og sendi honum kveðju fyrr í vikunni. Ástæða myndbirtingarinnar er einföld: Arnaldur rakaði skegg sitt eftir hinu mjög fræga merki Wu-Tang hljómsveitarinnar. Skeggið hefur því vakið heimsathygli. Fleiri rapparar hafa birt myndina af Arnaldi á sínum síðum, Shabbazz the Disciple úr sveitinni Gravediggaz, sem kom einmitt hingað til lands rétt fyrir aldamótin, var einn þeirra. Auk þess hafa fréttasíður í Bandaríkjunum birt myndina. Á síðu Method Man, sendir hann Arnaldi einfalda kveðju: „Crazy!!!! Salute!!!“ sem mætti þýða svo: „Klikkað!!!“ og kastar svo kveðju á Arnald að hermanna sið. „Myndin er reyndar alveg ársgömul. Ég setti myndina á Facebook-síðina mína og gerði svo ekkert meira við hana,“ útskýrir Arnaldur. En frá Facebook-síðu hans hefur hún farið á flug um netheima og endað hjá Method Man. „Mér brá þegar ég sá myndina á Instagram-síðunni hans. Það var ótrúlegt að fá kveðju frá hetjunni sinni,“ segir Arnaldur sem hefur verið aðdáandi Wu-Tang síðan árið 1993, þegar platan þeirra Enter the Wu-Tang: Return of the 36 Chambers kom út.Tók þrjá mánuði að safna Arnaldur fékk hugmyndina að þessum frumlega skeggrakstri þegar hann sá myndir af öðrum sem höfðu rakað merki í skegg sitt. „Svo datt mér bara einhvernveginn í hug að prófa að gera Wu-Tang merkið.“ Hann tók sér góðan tíma í að safna skeggi fyrir myndina. „Þetta tók mig alveg þrjá mánuði. En það var algjörlega þess virði. Ég var með þetta skegg yfir eina helgi og það vakti mikla lukku,“ útskýrir Arnaldur. Ýmsir frasar, sem Wu-Tang aðdáendur ættu að þekkja hafa verið tengdir við myndina. „Já menn hafa grínast og kallað þetta Wu-Tang Killa beard,“ segir Arnaldur og er það vísun í viðurnefni sveitarinnar sem er stundum nefnd „Wu-Tang Killa Bees“. Einnig hefur verið vísað í eitt af frægari lögum sveitarinnar sem ber titilinn Protect Ya Neck, og þykir skegg Arnalds einstaklega hentugt til þess að uppfylla þann boðskap sveitarinnar. Hér að neðan má sjá færslu Method Man á Instagram-síðu sinni, þegar hann kastaði kveðju á Arnald.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp