Aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsækir Grænland í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2014 19:00 Ban Ki-moon á flugvellinum í Ilulissat við Diskó-flóa. Þar var 20 stiga frost. SÞ/Mark Garten. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. Ban Ki-moon gefst þar færi á að sjá með eigin augum afleiðingar loftlagsbreytinga í formi minnkandi jökla. Aðalritarinn flaug til Grænlands í fylgd forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt. Þau lentu í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, og þar tók Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, á móti gestunum. Þota danska ríkisins flaug með gestina til Grænlands. Aleqa Hammond bíður á flugvellinum í Kangerlussuaq eftir að þeir stigi frá borði.SÞ/Mark Garten.Síðar var flogið með vél Air Greenland til Ilulissat við Diskó-flóa en þar er hinn frægi Ísfjörður, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Ísfjörður þykir einstakt náttúrufyrirbæri en skriðjökullinn í fjarðarbotninum skríður fram um 20-35 metra á dag og skilar af sér 20 milljónum tonna af ís á hverju ári. Grænlandsferðin er liður í undirbúningi fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í september en Ban Ki-moon hyggst heimsækja nokkur svæði á jörðinni sem kljást við afleiðingar hlýnandi loftlags. Það var þó ekki beint hlýindum fyrir að fara á Grænlandi því 20 stiga frost var á Ilulissat-flugvelli þegar aðalritarinn steig frá borði. Ban Ki-moon sagði fréttamönnum að hann liti á loftlagsbreytingar sem einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.Ban Ki-moon í fylgd Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, sem veifar til fréttamanna. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í opinberri heimsókn á Grænlandi. Heimsóknin telst söguleg því þetta er í fyrsta sinn sem æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna kemur til þessa næsta nágrannalands Íslands. Ban Ki-moon gefst þar færi á að sjá með eigin augum afleiðingar loftlagsbreytinga í formi minnkandi jökla. Aðalritarinn flaug til Grænlands í fylgd forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt. Þau lentu í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, og þar tók Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, á móti gestunum. Þota danska ríkisins flaug með gestina til Grænlands. Aleqa Hammond bíður á flugvellinum í Kangerlussuaq eftir að þeir stigi frá borði.SÞ/Mark Garten.Síðar var flogið með vél Air Greenland til Ilulissat við Diskó-flóa en þar er hinn frægi Ísfjörður, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Ísfjörður þykir einstakt náttúrufyrirbæri en skriðjökullinn í fjarðarbotninum skríður fram um 20-35 metra á dag og skilar af sér 20 milljónum tonna af ís á hverju ári. Grænlandsferðin er liður í undirbúningi fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í september en Ban Ki-moon hyggst heimsækja nokkur svæði á jörðinni sem kljást við afleiðingar hlýnandi loftlags. Það var þó ekki beint hlýindum fyrir að fara á Grænlandi því 20 stiga frost var á Ilulissat-flugvelli þegar aðalritarinn steig frá borði. Ban Ki-moon sagði fréttamönnum að hann liti á loftlagsbreytingar sem einhverja mestu ógn sem mannkyn stæði frammi fyrir.Ban Ki-moon í fylgd Alequ Hammond og Helle Thorning-Schmidt, sem veifar til fréttamanna. Aleqa tók á móti aðalritaranum íklædd selskinnskápu.SÞ/Mark Garden.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira