Viðskipti innlent

Peningar í ríkiskassann

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
"Við erum bara að tala um peninga inn í ríkiskassann, sem er gott fyrir okkur öll,“ segir Greipur.
"Við erum bara að tala um peninga inn í ríkiskassann, sem er gott fyrir okkur öll,“ segir Greipur.
Hönnunarmars hefst á morgun þegar hátíðin verður sett formlega klukkan 18 í Hörpu.

Hátíðin er nú haldin í sjötta skipti. Greipur Gíslason, verkefnisstjóri hátíðarinnar, segir hugmyndina með hátíðinni gefa íslenskum hönnuðum tækifæri á að kynna vörur sínar. Hann var í viðtali í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun.

„Við erum bara að tala um peninga inn í ríkiskassann, sem er gott fyrir okkur öll,“ segir Greipur.

Aðstandendur hátíðarinnar telja hana margborga sig. Capacent hafi síðustu þrjú ár gert könnun um mætingu á hátíðina. Samkvæmt þeirra tölum mæta um 30 þúsund Íslendingar á hana. Það setji hana í hóp fimm stærstu hátíða sem haldnar eru í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×