Facebook kaupir Oculus Rift á 230 milljarða króna Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 25. mars 2014 22:32 Oculus Rift,sýndarveruleikatæki Oculus VR gerir tölvuleikjaspilurum kleift að lifa sig inn í tölvuleiki. Vísir/AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti kaup á fyrirtækinu Oculus í dag. Kaupin hljóða upp á tvo milljarða bandaríkjadala, eða rúma 230 milljarða íslenskra króna. Oculus VR er sprotafyrirtæki sem hefur þróað sýndarveruleikagleraugu sem kallast Oculus Rift. Gleraugun hafa vakið mikla athygli meðal fjárfesta og forritara, þar á meðal Facebook. Í yfirlýsingu Facebook segir að þótt notagildi sýndarveruleikans sé aðallega bundið við tölvuleiki séu mörg fyrirtæki að skoða notkun tækninnar í samskiptum, margmiðlun, afþreyingu og menntun svo eitthvað sé nefnt. Því sé sýndarveruleiki líklegur til að spila stórt hlutverk í samfélags- og samskiptamiðlum framtíðarinnar. "Hreyfanleg tækni er nútíminn, og nú undirbúum við okkur einnig fyrir tækni framtíðarinnar," sagði Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook. "Við erum spennt fyrir því að vinna með Mark og Facebook-teyminu, og skila af okkur bestu sýndarveruleikatækni heims," sagði Brendan Iribe, meðstofnandi og forstjóri Oculus VR. Áætlað er að viðskiptin gangi í gegn í öðrum ársfjórðungi 2014. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti kaup á fyrirtækinu Oculus í dag. Kaupin hljóða upp á tvo milljarða bandaríkjadala, eða rúma 230 milljarða íslenskra króna. Oculus VR er sprotafyrirtæki sem hefur þróað sýndarveruleikagleraugu sem kallast Oculus Rift. Gleraugun hafa vakið mikla athygli meðal fjárfesta og forritara, þar á meðal Facebook. Í yfirlýsingu Facebook segir að þótt notagildi sýndarveruleikans sé aðallega bundið við tölvuleiki séu mörg fyrirtæki að skoða notkun tækninnar í samskiptum, margmiðlun, afþreyingu og menntun svo eitthvað sé nefnt. Því sé sýndarveruleiki líklegur til að spila stórt hlutverk í samfélags- og samskiptamiðlum framtíðarinnar. "Hreyfanleg tækni er nútíminn, og nú undirbúum við okkur einnig fyrir tækni framtíðarinnar," sagði Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook. "Við erum spennt fyrir því að vinna með Mark og Facebook-teyminu, og skila af okkur bestu sýndarveruleikatækni heims," sagði Brendan Iribe, meðstofnandi og forstjóri Oculus VR. Áætlað er að viðskiptin gangi í gegn í öðrum ársfjórðungi 2014.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira