Körfubolti

Sigmundur meiddist og formaður dómaranefndar tók við flautunni

Sigmundur Már Herbertsson.
Sigmundur Már Herbertsson.
Það vantar ekkert upp á dramatíkina í Fjárhúsinu í kvöld þar sem Snæfell mætir Val í oddaleik í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna.

Besti dómari landsins, Sigmundur Már Herbertsson, byrjaði að dæma leikinn ásamt Davíð Kr. Hreiðarssyni. Það var ekki mikið búið af leiknum er Sigmundur tognaði og varð að draga sig í hlé.

Voru þá góð ráð dýr enda enginn varadómari á leiknum. Eftirlitsdómari er aftur á móti formaður dómaranefndar, Rúnar B. Gíslason, og hann er kominn í búning og mun dæma leikinn ásamt Davíð.

Um tíma stóð til að bæta við þriðja dómaranum en sá átti að vera Jón Þór Eyþórsson. Hann er dómari hjá Snæfelli og lögreglumaður í Stykkishólmi. Valsmenn samþykktu í fyrstu að leyfa Jóni Þór að dæma en hættu svo við.

Um 20 mínútna bið varð á leiknum vegna þessarar uppákomu.  Valur leiðir leikinn, 21-25, eftir fyrsta leikhluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×