Erlent

Leiðtogi þjóðernissinna skotinn til bana af lögreglu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Músítsjko var áberandi í mótmælunum í Kænugarði á dögunum
Músítsjko var áberandi í mótmælunum í Kænugarði á dögunum vísir/ap
Olexander Músítsjko, leiðtogi þjóðernissinna í Úkraínu, var skotinn til bana á kaffihúsi í vesturhluta landsins í dag eftir skotbardaga við lögreglu. Hann var leiðtogi hóps öfgasinnaðra hægrimanna sem var áberandi í mótmælunum í Kænugarði á dögunum gegn Viktori Janúkovítsj, fyrrverandi forseta Úkraínu.

Lögreglumenn komu að kaffihúsinu í þeim tilgangi að handtaka Músjítsjkó og félaga hans og er hann sagður hafa skotið á lögreglumenn þegar hann reyndi að flýja. Þingmaðurinn Oles Doníj er þó á öðru máli. Segir hann að Músítsjkos hafi verið dreginn inn í bíl og ekið á brott. Síðar hafi lík hans fundist með hendur bundnar fyrir aftan bak og tvö skotsár á bringu.


Tengdar fréttir

Almenningur langþreyttur á áratuga spillingu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði á blaðamannafundi í Kænugarði í dag að friður og öryggi í Evrópu skiptu meira máli en þeir efnahagslegu hagsmunir sem Ísland hefur í viðskiptum við Rússa. Heimir Már og Valgarður Gíslason myndatökumaður eru í Kænugarði.

Lögleysa hjá öfgahópum

Utanríkisráðuneyti Rússlands segir að lögleysa ríki á meðal hægriöfgasinna í austurhluta Úkraínu.

Ríkisstjórn með tengsl við öfgahópa

Forseti Rússlands heldur því fram að nýfasískir öfgahópar séu að taka völdin í Úkraínu. Evrópuþingið hefur gagnrýnt hægriöfgaflokkinn Svoboda sem fer með umtalsverð völd í nýju ríkisstjórninni.

Algjört óvissuástand á Krímskaga

Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×