Verða fjögur ný Evrópuríki til? Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 11:33 Feneyjar. AP Photo Bylgja sjálfstæðisyfirlýsinga hinna ýmsu svæða innan Evrópu gengur nú yfir. Sú síðasta birtist í atkvæðagreiðslu á Feneyjasvæðinu á Ítalíu í síðustu viku þar sem 89% þeirra 2,4 milljóna íbúa Feneyja og Veneto svæðisins umhverfis Feneyjar greiddu atkvæði með sjálfstæði frá Ítalíu. Kemur þessu niðustaða í kjölfar yfirlýsts sjálfstæðisvilja Skota frá Bretlandi, Katalóníu frá Spáni og Flandurs frá Belgíu. Íbúar þessara svæða eiga það sameiginlegt að vera þreyttir á eigin ríkisstjórnum og því að fjármunir þessara svæða séu notaðir til að halda uppi bágstaddari landssvæðum þeirra landa sem þau tilheyra. Feneyjar voru sjálfstætt borgríki allt til ársins 1866, er þær voru innlimaðar í Ítalíu. Yfirlýst sjálfstæðisbarátta þeirra hefur staðið yfir til margra ára og nú er afstaða íbúanna ljós. Allt annað er uppá teningnum í tilfelli Krím, en þar var kosningin um hverjum íbúar Krímskagans vilja tilheyra ekki borin upp af yfirvöldum í Úkraínu. Þar voru íbúar Krímskaga spurðir eftir að her Rússa hafði í raun yfirtekið landið og íbúarnir voru spurðir af rússneskum yfirvöldum og fáir vita hvernig kosningin í raun fór fram. Íbúar Skotlands, Katalóníu, Flandurs og Feneyja vilja njóta kosta þess að vera Evrópuríki með stuðningi Samevrópska bankans, Evrópusambandsins og NATO, en án þeirra ókosta sem því fylgir að styðja endalaust við veikari svæði þeirra ríkja sem þau nú tilheyra. Þau ríki sem þessi landssvæði tilheyra eru ekki hrifin af þessum sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvort þau munu láta kné fylgja kviði er enn óljóst, en fjölgun ríkja Evrópu er samt líkleg á næstu árum. Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bylgja sjálfstæðisyfirlýsinga hinna ýmsu svæða innan Evrópu gengur nú yfir. Sú síðasta birtist í atkvæðagreiðslu á Feneyjasvæðinu á Ítalíu í síðustu viku þar sem 89% þeirra 2,4 milljóna íbúa Feneyja og Veneto svæðisins umhverfis Feneyjar greiddu atkvæði með sjálfstæði frá Ítalíu. Kemur þessu niðustaða í kjölfar yfirlýsts sjálfstæðisvilja Skota frá Bretlandi, Katalóníu frá Spáni og Flandurs frá Belgíu. Íbúar þessara svæða eiga það sameiginlegt að vera þreyttir á eigin ríkisstjórnum og því að fjármunir þessara svæða séu notaðir til að halda uppi bágstaddari landssvæðum þeirra landa sem þau tilheyra. Feneyjar voru sjálfstætt borgríki allt til ársins 1866, er þær voru innlimaðar í Ítalíu. Yfirlýst sjálfstæðisbarátta þeirra hefur staðið yfir til margra ára og nú er afstaða íbúanna ljós. Allt annað er uppá teningnum í tilfelli Krím, en þar var kosningin um hverjum íbúar Krímskagans vilja tilheyra ekki borin upp af yfirvöldum í Úkraínu. Þar voru íbúar Krímskaga spurðir eftir að her Rússa hafði í raun yfirtekið landið og íbúarnir voru spurðir af rússneskum yfirvöldum og fáir vita hvernig kosningin í raun fór fram. Íbúar Skotlands, Katalóníu, Flandurs og Feneyja vilja njóta kosta þess að vera Evrópuríki með stuðningi Samevrópska bankans, Evrópusambandsins og NATO, en án þeirra ókosta sem því fylgir að styðja endalaust við veikari svæði þeirra ríkja sem þau nú tilheyra. Þau ríki sem þessi landssvæði tilheyra eru ekki hrifin af þessum sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvort þau munu láta kné fylgja kviði er enn óljóst, en fjölgun ríkja Evrópu er samt líkleg á næstu árum.
Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira