Innlent

Róbert fékk batakveðjur af Alþingi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Vilhelm/GVA
„Héðan frá Alþingi eru honum og fjölskyldu hans sendar kveðjur með ósk um góðan og skjótan bata,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, við setningu þingfundar í dag.

Róbert Marshall, þingmaður Bjartar framtíðar, ók vélsleða fram af hengju við Hlöðufell á laugardag. Var hann fluttur með þyrlu á Landspítala þar sem hann hefur verið síðan.

Alls tóku um 40 manns þátt í aðgerðinni á vélsleðum og snjóbílum, auk þess sem fjallabjörgunarmenn voru til taks á Þingvöllum. Erfiðlega gekk að finna slysstaðinn vegna slæms veðurs á svæðinu.

Nýtti forseti tækifærið í upphafi þingfundar til að senda Róberti batakveðjur. Hafði hann á orði að góð von væri, samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði fyrir hendi, að Róbert næði fullri heilsu á ný innan ekki svo langs tíma.

„Svo er líka ósk okkar og bæn samþingmanna hans.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×