Tónlist

Rolling Stones á Hróarskeldu

Rolling Stones spilar sín þekktustu lög á appelsínugula sviðinu í sumar.
Rolling Stones spilar sín þekktustu lög á appelsínugula sviðinu í sumar. Vísir/Getty
Hin goðsagnakennda og ein vinsælasta hljómsveit allra tíma, Rolling Stones hefur staðfest komu sína á dönsku Hróarskeldu-tónlistarhátíðina sem fram fer dagana 29. júní til 6. júlí. Þetta kemur fram á vef hátíðarinnar.

Hljómsveitin kemur fram á appelsínugula sviðinu og ætlar þar að leika sín vinsælustu lög. Þess má til gamans geta að appelsínugula sviðið var einmitt hannað fyrir hljómsveitina þegar hún var á tónleikaferðalagi á áttunda áratugnum.

Rolling Stones er sem stendur á tónleikaferðalagi sem ber heitið 14 ON FIRE en þegar hún kemur fram í evrópu á næstunni, verða það fyrstu tónleikar sveitarinnar í álfunni í sjö ár.

Tónleikaferðalagið er þó á ís þessa dagana á meðan að sveitin tekur á sorgartíðindum, þegar að L'Wren Scott kærasta söngvara sveitarinnar, Mick Jaggers tók sitt eigið líf fyrir skömmu.

Þekkt nöfn á borð við Arctic Monkeys, Outkast og Damon Albarn, svo nokkur séu nefnd, hafa staðfest komu sína á hátíðina í sumar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×