Handbolti

Landin: Ótrúlegt að sjá þjálfara vaða í kjötið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Niklas Landin segir við danska fjölmiðla í dag að hann hafi ekki orðið vitni að ótrúlegu atviki þar sem Talant Duyshebaev kýldi Guðmund Guðmundsson.

Atvikið átti sér stað eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Landin ver mark Löwen og danska landsliðsins en Guðmundur þjálfar lið Löwen, sem kunnugt er.

Eins og fjallað hefur verið um vatt Duyshebaev, þjálfari Kielce, sér upp að Guðmund eftir leik og kýldi hann fyrir neðan beltisstað. Hann sakaði svo Guðmund á blaðamannafundi eftir leik að hafa verið með ósæmilega hegðun, sem Guðmundur neitaði staðfastlega.

„Maður á nú ekki von á því að tveir þjálfarar fari í kjötið á hvorum öðrum,“ sagði Landin í samtali við TV2 í dag. „Guðmundur var auðvitað í uppnámi vegna atviksins en þeir öskruðu líka á hvorn annan á meðan leiknum stóð. Þetta eru tveir skapmiklir þjálfarar en þetta var ef til vill yfirdrifið.“

Kielce vann leikinn, 32-28, en síðari leikurinn fer fram í Þýskalandi þann 31. mars. „Guðmundur verður ánægður ef við vinnum þann leik með meira en fjórum mörkum,“ bætti Landin við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×