Föstudagskvöld í Kænugarði Heimir Már Pétursson í Kænugarði skrifar 21. mars 2014 22:53 Tinnabækurnar, um hinn hreinhjartaða unga blaðamann, voru mér innblástur þegar ég var níu til fimmtán ára og gera auðvitað enn. Ég hef komið víða en aldrei áður hingað til Kiev í Úkraínu. Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn. Viktoria, ung úkraínsk kona sem hefur verið okkur á 365 miðlum innan handar, segir mér að lobbýið hér niðri hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Viktoria segir mér líka að á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu út um glugga á hótelinu, hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll. Glugginn á herberginu mínu er opinn og ég heyri mann halda ræðu í hátalarakerfi núna klukkan rúmlega tíu að kvöldi að staðartíma. Hann talar lágum rómi, ég skil ekki orðin en einhvern veginn skil ég samt hvað hann er að segja. Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig. Mér liður eins og Tinna í Leynivopninu á hóteli í Klow, eða Sprojd eða hvað borgin hét og nú er maðurinn fyrir utan hættur að tala og kona með gjallarhorn hefur tekið við, en samt er allt einhern veginn með ró og spekt. Viktoria var mér algerlega ókunnug þar til fyrir nokkrum klukkustundum. Hún er tæplega þrítug, myndarleg með svart sítt hár. Hún og Julian vinur hennar, sem er á svipuðum aldri, náðu í okkur á flugvöllinn klukkan 18, fyrir fjórum og hálfum tíma. Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu. Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum. Viktoria vinnur hjá fyrirtæki sem dreifir alþjóðlegum kvikmyndum til kvikmyndahúsa í landinu. Hún á ungan son, en ég veit ekki enn hvort hún á eiginmann, kærasta eða kærustu. Við höfum talað svo mikið um byltinguna að hennar einkahagir hafa lítið borist í tal. Julian sagði okkur frá því þegar hann hafði lagt bílnum skammt frá hótelinu og við vorum að ganga síðasta spölin fram hjá ljósmyndum af hinum föllnu, að þegar hann og kærastan hans voru stödd fyrir utan heimili þeirra hinn örlagaríka dag 21. febrúar, hafi þau séð mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim og skotið hann í höfuðið. Og hann sagði okkur hvað kærastan hans varð hrædd.Julian og Viktoria, skammt frá hótelinu.Hér á myndinni sjást þau Julian og Viktoria við blómahaf rétt við hótelið. En ef þið grillið í myndina sjáið þið ljósmynd af konu um fimmtugt sem var skotin til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona,“ hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn. Og nú þegar klukkan er að verða ellefu eru ekki lengur haldnar ræður hér á torginu. Það er föstudagskvöld og plötusnúður hefur ákveðið að nú sé gott fyrir ungt byltingarfólk að dansa og það hreinlega glymur um allt torg hið klassíska diskólag It's Raining Men - og ég get ekki sagt að mér leiðist þessi bylting. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Tinnabækurnar, um hinn hreinhjartaða unga blaðamann, voru mér innblástur þegar ég var níu til fimmtán ára og gera auðvitað enn. Ég hef komið víða en aldrei áður hingað til Kiev í Úkraínu. Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn. Viktoria, ung úkraínsk kona sem hefur verið okkur á 365 miðlum innan handar, segir mér að lobbýið hér niðri hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Viktoria segir mér líka að á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu út um glugga á hótelinu, hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll. Glugginn á herberginu mínu er opinn og ég heyri mann halda ræðu í hátalarakerfi núna klukkan rúmlega tíu að kvöldi að staðartíma. Hann talar lágum rómi, ég skil ekki orðin en einhvern veginn skil ég samt hvað hann er að segja. Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig. Mér liður eins og Tinna í Leynivopninu á hóteli í Klow, eða Sprojd eða hvað borgin hét og nú er maðurinn fyrir utan hættur að tala og kona með gjallarhorn hefur tekið við, en samt er allt einhern veginn með ró og spekt. Viktoria var mér algerlega ókunnug þar til fyrir nokkrum klukkustundum. Hún er tæplega þrítug, myndarleg með svart sítt hár. Hún og Julian vinur hennar, sem er á svipuðum aldri, náðu í okkur á flugvöllinn klukkan 18, fyrir fjórum og hálfum tíma. Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu. Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum. Viktoria vinnur hjá fyrirtæki sem dreifir alþjóðlegum kvikmyndum til kvikmyndahúsa í landinu. Hún á ungan son, en ég veit ekki enn hvort hún á eiginmann, kærasta eða kærustu. Við höfum talað svo mikið um byltinguna að hennar einkahagir hafa lítið borist í tal. Julian sagði okkur frá því þegar hann hafði lagt bílnum skammt frá hótelinu og við vorum að ganga síðasta spölin fram hjá ljósmyndum af hinum föllnu, að þegar hann og kærastan hans voru stödd fyrir utan heimili þeirra hinn örlagaríka dag 21. febrúar, hafi þau séð mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim og skotið hann í höfuðið. Og hann sagði okkur hvað kærastan hans varð hrædd.Julian og Viktoria, skammt frá hótelinu.Hér á myndinni sjást þau Julian og Viktoria við blómahaf rétt við hótelið. En ef þið grillið í myndina sjáið þið ljósmynd af konu um fimmtugt sem var skotin til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona,“ hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn. Og nú þegar klukkan er að verða ellefu eru ekki lengur haldnar ræður hér á torginu. Það er föstudagskvöld og plötusnúður hefur ákveðið að nú sé gott fyrir ungt byltingarfólk að dansa og það hreinlega glymur um allt torg hið klassíska diskólag It's Raining Men - og ég get ekki sagt að mér leiðist þessi bylting.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun