Umfjöllun og viðtöl: Valur - Snæfell 82-56 | Valur knúði fram oddaleik Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 21. mars 2014 16:18 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Daníel Valur knúði fram oddaleik í rimmu þeirra gegn Snæfell í Dominos-deild kvenna. Staðan í þessu undanúrslitaeinvígi er því 2-2. Fyrsti leikhluti fór nokkuð fjörlega af stað, en bæði lið virtust vel gíruð í leikinn. Smá stress var þó í báðum liðum. Skiljanlega, enda mikið undir. Valur tók forystuna í fyrsta leikhluta og Kristrún Sigurjónsdóttir fór mikinn, en hún byrjaði leikinn virkilega vel. Aldrei skildi þó mikið á milli liðanna og munurinn var ekki mikill. Valur leiddi svo eftir fyrsta leikhluta, 17-12. Ágeng vörn heimastúlkna var að virka vel. Snæfell átti oftar en ekki í miklum vandræðum með að koma sér yfir miðjuna. Þær héldu pressunni áfram í öðrum leikhluta og náðu að auka muninn jafnt og þétt. Valsstúlkur voru með 50% þriggja stiga hittni í fyrri hálfleik á meðan gestirnir voru einungis með 12,5%. Munurinn varð svo mestur þegar flautað var til hálfleiks, en þá var hann orðinn 16 stig; 41-25. Átta leikmenn voru komnir á blað fyrir Val í hálfleik, en einungis sex hjá Snæfell. Þriðji leikhluti var svo svipaður og sá annar, en Snæfell virtist vera minnka muninn um þriðja leikhluta. Þá gáfu heimastúlkur aftur í og var munurinn 23 stig þegar þriðja leikhluta af fjórum var lokið. Það var svo formsatriði fyrir Val að klára leikinn og lokatölur 82-56. Bersýnilega mátti sjá þreytu hjá báum liðum. Þetta er fjórði leikur liðanna á sjö dögum og bæði lið voru byrjuð að sýna þreytumerki undir lokin - þá sérstaklega gestirnir úr Stykkishólmi. Liðsheildin skilaði þessum sigri hjá Val sem og öflug vörn. Átta leikmenn hjá Val skoruðu sjö stig eða meira, en einungis fjórir hjá Snæfell. Chynna Brown átti greinilega við meiðsli að stríða en hún skoraði ekki nema fimm stig fyrir gestina. Pressuvörn Vals var virkilega öflug og fengu nokkrar auðveldar sóknir ef svo mætti kalla. Hröð upphlaup sem skiluðu oftar en ekki góðum tveggja stiga körfum. Snæfell átti í vandræðum með að byrja sóknarleik sinn og gerðu klaufamistök. Hjá Val voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Anna Martin öflugastar. Kristrún skoraði 16 stig og Anna 14, en Anna spilaði liðsfélaga sína vel uppi. Hildur Sigurðardóttir var stigahæst með 12 stig hjá gestunum og Guðrún Gróa setti niður ellefu stig. Alla tölfræði má sjá hér að neðan.Ágúst: Nokkrir leikmenn ekki verið sýnilegir „Ég er bara mjög ánægður með liðið. Þetta var liðssigur og við spiluðum frábæra vörn," sagði Ágúst hæstánægður við Vísi eftir leik. „Við spilum mjög góða vörn í fyrri hálfleik og upphafi seinni hálfleiks. Það kemur kafli um miðjan þriðja leikhluta sem einbeitingin dettur niður í vörninni en annars var vörnin mjög góð mest allan leikinn." „Sóknarlega erum við að spila vel saman. Það hefur kannski vantað aðeins upp á í hinum þremur leikjunum, meira að segja leiknum sem við unnum. Það hefur vantað betra samspil og að finna réttu færin." Hann sagði að leikurinn hafi langt því frá að hafa verið auðveldur: „Við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu þrátt fyrir að hafa verið þessi munur hérna í endann. Snæfell er með frábært lið og frábæra leikmenn." Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogarskálirnar og Ágúst var ánægður með liðsheildina: „Við erum búnir að vera tönnlast á því að við séum með góða breidd. Við þurfum þá að sýna það. Það hafa nokkrir leikmenn ekki verið sýnilegir í þessu einvígi þangað til í kvöld. Ef hungrið er til staðar fyrir síðasta leikinn og við fáum framlag frá fleirum en tveimur til þremur sóknarlega þá erum við mjög öflugar." „Ég er bjartsýnn fyrir oddaleikinn. Sá leikur byrjar bara 0-0. Það skiptir engu máli hvort þessi leikur hafi unnist með einu stigi eða 50. Það er bara 0-0 í Hólminum og við þurfum að mæta aftur bara vel gíraðar og vel einbeittar," sagði Ágúst við Vísi að lokum.Hildur: Orðið pínu eins og Survivor keppni „Ég myndi segja að þreyta í leikmönnum hafi gert gæfumuninn hér í kvöld. Leikmenn eru bara að detta hérna niður í meiðsli og annað undan álagi í úrslitakeppninni," sagði Hildur ekki ánægð, skiljanlega, í leikslok. „Ég held að mótanefnd þurfi að skoða sín mál áður en þeir raða niður leikjum. Ég held að enginn þeirra gæti spilað svona ört. Þetta er pínu mikil vitleysa, myndi ég segja,“ sagði Hildur eftir leikinn í kvöld. „Bæði lið finna fyrir þessu en við erum búnar að missa nokkra leikmenn í meiðsli. Aðrar hafa hrunið niður í klakapokana og annað slíkt. Þetta er orðin eins og einhver Survivor-keppni.“ Snæfell réð ekki nægilega vel við pressuvörn Vals í kvöld og sagði Hildur að æsingur hafi þar spilað inn í: „Það er kannski eitthver æsingur. Við þurfum að vera rólegri og gefa boltann léttar á milli til að komast í gegnum þetta. Við leystum þetta fínt í Hólminum en þegar það er komin þreyta í mannskapinn fórum við að taka rangar ákvarðanir." Hún sagði að engin leikmaður ætti að vera þreyttur í eins stórum leik og á þriðjudag, þegar oddaleikurinn fer fram í Stykkishólmi: „Það verður risaleikur á þriðjudag. Það mæta allir ferskir þá, enda langt frí. Það mætir enginn þreyttur þá," sagði Hildur og brosti að lokum.Tölfræði leiksins: Valur-Snæfell 82-56 (17-12, 24-13, 24-17, 17-14) Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Anna Alys Martin 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9/5 stoðsendingar/5 stolnir, Rut Herner Konráðsdóttir 8/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 8/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/4 fráköst, María Björnsdóttir 8/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/7 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/4 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 12/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/4 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/6 fráköst, Chynna Unique Brown 5, Berglind Gunnarsdóttir 4, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 0/6 fráköst. Textalýsing: Leik lokið | 82-56: Leik lokið með frekar öruggum sigri Vals. Þær unnu alla leikhluta kvöldsins og knúa því hér fram oddaleik í Hólminum. 37. mín | 77-54: Þetta er komið. Ég fullyrði það. Þristur í boði Rut Konráðsdóttir. Allur vindur farin úr gestunum og Hildur Sigurðardóttir er komin á bekkinn, hún er komin úr sónum og er byrjuð að teygja. 35. mín | 75-49: Valsstúlkur komnar með annan fótinn í oddaleik. Eitthvað ótrúlegt þarf að gerast hér svo Snæfell vinni þennan leik. Anna Martin er að spila spila liðsfélaga sína vel uppi og að auki er hún komin með fjórtán stig. 33. mín | 67-47: Munurinn 20 stig og nú fer hver að verða síðastur hjá Snæfell til að stíga upp. Einungis sjö mínútur til leiksloka og Valur með hreðjartök á leiknum. 31. mín | 65-45: Guðrún Gróa setti niður skot og fær víti að auki. Hún setur það niður. María Björnsdóttir kominn með fimm villur hjá Valsstúlkum og er farinn í skammakrókinn. Gestirnir setja upp pressuvörn hérna í síðasta leikhlutanum og freista þess að minnka muninn. Þriðja leikhluta lokið | 65-42: Munurinn 23 stig þegar þriðja leikhluta er lokið. Þórunn Bjarnadóttir setti niður tvo svakalega þrista hérna undir lok þriðja leikhluta og hélt muninu í 20 stigunum. Kristrún með fjórtán stig fyrir heimastúlkur, en Hildur Sigurðardóttir stigahæst hjá gestunum með tíu stig. 29. mín | 59-40: Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, hoppar og skoppar á línunni. Vill fá enn betri pressu frá sínum stúlkum, en þær hafa nokkuð þægilega forystu eins og staðan er núna. Sóknarleikur Snæfells ekkert til að hrópa húrra fyrir. Rebekka Rán þó með þrist rétt í þessu úr vonlausu færi! Spurning hvort þetta kveiki í gestunum. 27. mín | 59-37: Liðin skiptast á á körfum. Það er alls ekki gestunum í hag, en þær þurfa fara spila betri varnarleik. Hildur Sigurðardóttir sest á bekkinn og hvílir sig um stund hjá gestunum. Unnur Lára Ásgeirsdóttir setur niður tvö víti fyrir heimastúlkur. 25. mín | 53-33: Munurinn 20 stig. Snæfell þarf að nýta sér sínar sóknir betur ætli liðið sér að vinna upp þennan mun. Nægur tími eftir. 23. mín | 49-27: Vá. Munurinn 22 stig. Anna Martin splæsir í tvo þrista og eina stoðsendingu hérna í upphafi síðari hálfleiks. Sú ætlar sér að fara í oddaleik í Hólminum. Gestirnir úr Hólminum heillum horfnir. 21. mín | 41-27: Síðari hálfleikur er hafinn. Hildur Sigurðardóttir opnar hann með fallegu sniðskoti. Spurning hvort gestirnir úr Hólminum bíti frá sér. Tölfræði úr fyrri hálfleik: Kristrún Sigurjónsdóttir er með tólf stig fyrir Val, en hjá Val er það Hildur Björg Kjartansdóttir sem er stigahæst. Hún hefur skorað níu stig. Hálfleikur | 41-25: Munurinn sextán stig í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til að kynna hafa heimastúlkur verið mun sterkari aðilinn. Chynna Brown hefur verið skugginn af sjálfum sér, meiðslin líklega eitthvað að plaga hana. Snæfell hefur verið að kasta boltanum frá sér, á meðan heimastúlkur hafa verið að sýna flottan leik. Mikil barátta. 18. mín | 37-25: Munurinn tólf stig og Ingi Þór tekur leikhlé. Chynna Brown ekki að hitta vel fyrir gestina, en sóknarleikur þeirra er nokkuð þunglamalegur. 16. mín | 35-23: Snæfell er ekki að spila nægilega góða vörn. Valur fær auðveld stig hvað eftir annað, en baráttan í Valsliðinu til fyrirmyndar. Ágætis stemning í stúkunni og fólkið lætur vel í sér heyra. 15. mín | 33-21: Valur er á eldi í þriggja stiga körfunum. Nú er það einn í boði Guðbjargar Sverrisdóttur. Snæfell kastar svo frá sér boltanum og Anna Martin setur niður körfu og fær víti. Munurinn orðinn tólf stig. 13. mín | 27-19: Valsstúlkur halda bara áfram. Kristrún með annan þrist og pressuvörn Vals er að setja gestina í mikil vandræði. Eiga oftar en ekki í miklum vandræðum með að koma sér yfir miðjuna. 11. mín | 22-15: Kristrún heldur áfram og setur niður þrist, en hún er kominn með níu stig. Pressuvörn Valskvenna heldur áfram að skila auðveldum stigum. Fyrsta leikhluta lokið | 17-12: Rut Herner Konráðsdóttir setti niður þrist fyrir heimastúlkur, en hinu megin setti Chynna Brown niður flott sniðskot. Valsstúlkur með flott spil sem endar með góðri tveggja stiga körfu og þær leiða með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta. 8. mín | 21-9: Ruðningur dæmdur á Chynnu Brown og hún langt frá því að vera sátt. Tveir leikmenn komnir á blað hjá Snæfell - þurfa framlög frá fleiri leikmönnum. 6. mín | 10-9: Liðin haldast í hendur. Mikil pressuvörn spiluð af Valsstúlkum og nú rétt í þessu voru dæmdar fimm sekúndur á Chynnu Brown. Snæfells-liðið í smá vandræðum með að leysa vörnina. 5. mínúta | 8-7: Chynna Brown komin inná hjá Snæfell, en hún er búinn að vera glíma við erfið meiðsli sem hún varð fyrir í fyrsta leik. Einungis þrír leikmenn komnir á blað. 3. mínúta | 6-4: Hraðinn mikill fyrstu mínúturnar. Aðeins tvær búnar að skora; Kristrún Sigurjónsdóttir er í ham fyrir Val, en hún er búinn að skora fyrstu sex stigin fyrir Val. Hildur Björg Kjartansdóttir kominn með fjögur fyrir Snæfell. 1. mínúta | 3-0: Fyrstu stigin eru í boði Kristrún Sigurjónsdóttir. Þristur frá henni. Takk fyrir. Fyrir leik: Nokkrar mínútur í leik eða sjö samkvæmt minni klukku. Liðin eru farin til búningsherbergja þar sem þjálfararnir ræða við sína leikmenn. Dómarar í dag eru þeir Kristinn Óskarsson og Davíð Tómas Tómasson. Eftirlitsmaður er Björn Leósson. Fyrir leik: Anna Martin hefur spilað virkilega vel fyrir Valsliðið í vetur, en hún hefur skorað að meðaltali 26,06 að meðaltali. Hjá Snæfell er það Chynna Brown sem er stigahæst, en hún hefur skorað 21,70 stig að meðaltali. Fyrir leik: Liðin eru byrjuð að skjóta á körfurnar og undir er hið nýja lag DJ Muscleboy, Louder. Leikmenn taka vel í lagið og má sjá sumar jafnvel syngja með. Einn stuðningsmaður Vals er vel í gírnum og dansar og dansar í stúkunni. Spenna í stuðningsmönnum sem og leikmönnum. Fyrir leik: Snæfell vann síðasta leik liðanna, 81-67, á miðvikudaginn var. Þar átti Hildur Björg Kjartansdóttir afar góðan leik fyrir Snæfell og skoraði 25 stig. Anna Martin var stigahæst hjá Val með 21 stig. Fyrir leik: Liðin eru byrjuð að tínast út á gólfið. Tónlistarstjórinn var í vandræðum með að setja tónlistina í gang, en ég stökk til og kom þessu í gang hjá honum. Allt að gerast.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Vodafone-höllinni þar sem Valur og Snæfell mætast fjórða sinni í undanúrsltum Dominos-deildar kvenna. Snæfell er 2-1 yfir og getur komist í úrslit með sigri í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Valur knúði fram oddaleik í rimmu þeirra gegn Snæfell í Dominos-deild kvenna. Staðan í þessu undanúrslitaeinvígi er því 2-2. Fyrsti leikhluti fór nokkuð fjörlega af stað, en bæði lið virtust vel gíruð í leikinn. Smá stress var þó í báðum liðum. Skiljanlega, enda mikið undir. Valur tók forystuna í fyrsta leikhluta og Kristrún Sigurjónsdóttir fór mikinn, en hún byrjaði leikinn virkilega vel. Aldrei skildi þó mikið á milli liðanna og munurinn var ekki mikill. Valur leiddi svo eftir fyrsta leikhluta, 17-12. Ágeng vörn heimastúlkna var að virka vel. Snæfell átti oftar en ekki í miklum vandræðum með að koma sér yfir miðjuna. Þær héldu pressunni áfram í öðrum leikhluta og náðu að auka muninn jafnt og þétt. Valsstúlkur voru með 50% þriggja stiga hittni í fyrri hálfleik á meðan gestirnir voru einungis með 12,5%. Munurinn varð svo mestur þegar flautað var til hálfleiks, en þá var hann orðinn 16 stig; 41-25. Átta leikmenn voru komnir á blað fyrir Val í hálfleik, en einungis sex hjá Snæfell. Þriðji leikhluti var svo svipaður og sá annar, en Snæfell virtist vera minnka muninn um þriðja leikhluta. Þá gáfu heimastúlkur aftur í og var munurinn 23 stig þegar þriðja leikhluta af fjórum var lokið. Það var svo formsatriði fyrir Val að klára leikinn og lokatölur 82-56. Bersýnilega mátti sjá þreytu hjá báum liðum. Þetta er fjórði leikur liðanna á sjö dögum og bæði lið voru byrjuð að sýna þreytumerki undir lokin - þá sérstaklega gestirnir úr Stykkishólmi. Liðsheildin skilaði þessum sigri hjá Val sem og öflug vörn. Átta leikmenn hjá Val skoruðu sjö stig eða meira, en einungis fjórir hjá Snæfell. Chynna Brown átti greinilega við meiðsli að stríða en hún skoraði ekki nema fimm stig fyrir gestina. Pressuvörn Vals var virkilega öflug og fengu nokkrar auðveldar sóknir ef svo mætti kalla. Hröð upphlaup sem skiluðu oftar en ekki góðum tveggja stiga körfum. Snæfell átti í vandræðum með að byrja sóknarleik sinn og gerðu klaufamistök. Hjá Val voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Anna Martin öflugastar. Kristrún skoraði 16 stig og Anna 14, en Anna spilaði liðsfélaga sína vel uppi. Hildur Sigurðardóttir var stigahæst með 12 stig hjá gestunum og Guðrún Gróa setti niður ellefu stig. Alla tölfræði má sjá hér að neðan.Ágúst: Nokkrir leikmenn ekki verið sýnilegir „Ég er bara mjög ánægður með liðið. Þetta var liðssigur og við spiluðum frábæra vörn," sagði Ágúst hæstánægður við Vísi eftir leik. „Við spilum mjög góða vörn í fyrri hálfleik og upphafi seinni hálfleiks. Það kemur kafli um miðjan þriðja leikhluta sem einbeitingin dettur niður í vörninni en annars var vörnin mjög góð mest allan leikinn." „Sóknarlega erum við að spila vel saman. Það hefur kannski vantað aðeins upp á í hinum þremur leikjunum, meira að segja leiknum sem við unnum. Það hefur vantað betra samspil og að finna réttu færin." Hann sagði að leikurinn hafi langt því frá að hafa verið auðveldur: „Við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu þrátt fyrir að hafa verið þessi munur hérna í endann. Snæfell er með frábært lið og frábæra leikmenn." Margir leikmenn lögðu lóð sín á vogarskálirnar og Ágúst var ánægður með liðsheildina: „Við erum búnir að vera tönnlast á því að við séum með góða breidd. Við þurfum þá að sýna það. Það hafa nokkrir leikmenn ekki verið sýnilegir í þessu einvígi þangað til í kvöld. Ef hungrið er til staðar fyrir síðasta leikinn og við fáum framlag frá fleirum en tveimur til þremur sóknarlega þá erum við mjög öflugar." „Ég er bjartsýnn fyrir oddaleikinn. Sá leikur byrjar bara 0-0. Það skiptir engu máli hvort þessi leikur hafi unnist með einu stigi eða 50. Það er bara 0-0 í Hólminum og við þurfum að mæta aftur bara vel gíraðar og vel einbeittar," sagði Ágúst við Vísi að lokum.Hildur: Orðið pínu eins og Survivor keppni „Ég myndi segja að þreyta í leikmönnum hafi gert gæfumuninn hér í kvöld. Leikmenn eru bara að detta hérna niður í meiðsli og annað undan álagi í úrslitakeppninni," sagði Hildur ekki ánægð, skiljanlega, í leikslok. „Ég held að mótanefnd þurfi að skoða sín mál áður en þeir raða niður leikjum. Ég held að enginn þeirra gæti spilað svona ört. Þetta er pínu mikil vitleysa, myndi ég segja,“ sagði Hildur eftir leikinn í kvöld. „Bæði lið finna fyrir þessu en við erum búnar að missa nokkra leikmenn í meiðsli. Aðrar hafa hrunið niður í klakapokana og annað slíkt. Þetta er orðin eins og einhver Survivor-keppni.“ Snæfell réð ekki nægilega vel við pressuvörn Vals í kvöld og sagði Hildur að æsingur hafi þar spilað inn í: „Það er kannski eitthver æsingur. Við þurfum að vera rólegri og gefa boltann léttar á milli til að komast í gegnum þetta. Við leystum þetta fínt í Hólminum en þegar það er komin þreyta í mannskapinn fórum við að taka rangar ákvarðanir." Hún sagði að engin leikmaður ætti að vera þreyttur í eins stórum leik og á þriðjudag, þegar oddaleikurinn fer fram í Stykkishólmi: „Það verður risaleikur á þriðjudag. Það mæta allir ferskir þá, enda langt frí. Það mætir enginn þreyttur þá," sagði Hildur og brosti að lokum.Tölfræði leiksins: Valur-Snæfell 82-56 (17-12, 24-13, 24-17, 17-14) Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Anna Alys Martin 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9/5 stoðsendingar/5 stolnir, Rut Herner Konráðsdóttir 8/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 8/5 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 8/4 fráköst, María Björnsdóttir 8/5 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/7 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 2, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/4 fráköst. Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 12/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/4 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/6 fráköst, Chynna Unique Brown 5, Berglind Gunnarsdóttir 4, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 0/6 fráköst. Textalýsing: Leik lokið | 82-56: Leik lokið með frekar öruggum sigri Vals. Þær unnu alla leikhluta kvöldsins og knúa því hér fram oddaleik í Hólminum. 37. mín | 77-54: Þetta er komið. Ég fullyrði það. Þristur í boði Rut Konráðsdóttir. Allur vindur farin úr gestunum og Hildur Sigurðardóttir er komin á bekkinn, hún er komin úr sónum og er byrjuð að teygja. 35. mín | 75-49: Valsstúlkur komnar með annan fótinn í oddaleik. Eitthvað ótrúlegt þarf að gerast hér svo Snæfell vinni þennan leik. Anna Martin er að spila spila liðsfélaga sína vel uppi og að auki er hún komin með fjórtán stig. 33. mín | 67-47: Munurinn 20 stig og nú fer hver að verða síðastur hjá Snæfell til að stíga upp. Einungis sjö mínútur til leiksloka og Valur með hreðjartök á leiknum. 31. mín | 65-45: Guðrún Gróa setti niður skot og fær víti að auki. Hún setur það niður. María Björnsdóttir kominn með fimm villur hjá Valsstúlkum og er farinn í skammakrókinn. Gestirnir setja upp pressuvörn hérna í síðasta leikhlutanum og freista þess að minnka muninn. Þriðja leikhluta lokið | 65-42: Munurinn 23 stig þegar þriðja leikhluta er lokið. Þórunn Bjarnadóttir setti niður tvo svakalega þrista hérna undir lok þriðja leikhluta og hélt muninu í 20 stigunum. Kristrún með fjórtán stig fyrir heimastúlkur, en Hildur Sigurðardóttir stigahæst hjá gestunum með tíu stig. 29. mín | 59-40: Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, hoppar og skoppar á línunni. Vill fá enn betri pressu frá sínum stúlkum, en þær hafa nokkuð þægilega forystu eins og staðan er núna. Sóknarleikur Snæfells ekkert til að hrópa húrra fyrir. Rebekka Rán þó með þrist rétt í þessu úr vonlausu færi! Spurning hvort þetta kveiki í gestunum. 27. mín | 59-37: Liðin skiptast á á körfum. Það er alls ekki gestunum í hag, en þær þurfa fara spila betri varnarleik. Hildur Sigurðardóttir sest á bekkinn og hvílir sig um stund hjá gestunum. Unnur Lára Ásgeirsdóttir setur niður tvö víti fyrir heimastúlkur. 25. mín | 53-33: Munurinn 20 stig. Snæfell þarf að nýta sér sínar sóknir betur ætli liðið sér að vinna upp þennan mun. Nægur tími eftir. 23. mín | 49-27: Vá. Munurinn 22 stig. Anna Martin splæsir í tvo þrista og eina stoðsendingu hérna í upphafi síðari hálfleiks. Sú ætlar sér að fara í oddaleik í Hólminum. Gestirnir úr Hólminum heillum horfnir. 21. mín | 41-27: Síðari hálfleikur er hafinn. Hildur Sigurðardóttir opnar hann með fallegu sniðskoti. Spurning hvort gestirnir úr Hólminum bíti frá sér. Tölfræði úr fyrri hálfleik: Kristrún Sigurjónsdóttir er með tólf stig fyrir Val, en hjá Val er það Hildur Björg Kjartansdóttir sem er stigahæst. Hún hefur skorað níu stig. Hálfleikur | 41-25: Munurinn sextán stig í hálfleik. Eins og tölurnar gefa til að kynna hafa heimastúlkur verið mun sterkari aðilinn. Chynna Brown hefur verið skugginn af sjálfum sér, meiðslin líklega eitthvað að plaga hana. Snæfell hefur verið að kasta boltanum frá sér, á meðan heimastúlkur hafa verið að sýna flottan leik. Mikil barátta. 18. mín | 37-25: Munurinn tólf stig og Ingi Þór tekur leikhlé. Chynna Brown ekki að hitta vel fyrir gestina, en sóknarleikur þeirra er nokkuð þunglamalegur. 16. mín | 35-23: Snæfell er ekki að spila nægilega góða vörn. Valur fær auðveld stig hvað eftir annað, en baráttan í Valsliðinu til fyrirmyndar. Ágætis stemning í stúkunni og fólkið lætur vel í sér heyra. 15. mín | 33-21: Valur er á eldi í þriggja stiga körfunum. Nú er það einn í boði Guðbjargar Sverrisdóttur. Snæfell kastar svo frá sér boltanum og Anna Martin setur niður körfu og fær víti. Munurinn orðinn tólf stig. 13. mín | 27-19: Valsstúlkur halda bara áfram. Kristrún með annan þrist og pressuvörn Vals er að setja gestina í mikil vandræði. Eiga oftar en ekki í miklum vandræðum með að koma sér yfir miðjuna. 11. mín | 22-15: Kristrún heldur áfram og setur niður þrist, en hún er kominn með níu stig. Pressuvörn Valskvenna heldur áfram að skila auðveldum stigum. Fyrsta leikhluta lokið | 17-12: Rut Herner Konráðsdóttir setti niður þrist fyrir heimastúlkur, en hinu megin setti Chynna Brown niður flott sniðskot. Valsstúlkur með flott spil sem endar með góðri tveggja stiga körfu og þær leiða með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta. 8. mín | 21-9: Ruðningur dæmdur á Chynnu Brown og hún langt frá því að vera sátt. Tveir leikmenn komnir á blað hjá Snæfell - þurfa framlög frá fleiri leikmönnum. 6. mín | 10-9: Liðin haldast í hendur. Mikil pressuvörn spiluð af Valsstúlkum og nú rétt í þessu voru dæmdar fimm sekúndur á Chynnu Brown. Snæfells-liðið í smá vandræðum með að leysa vörnina. 5. mínúta | 8-7: Chynna Brown komin inná hjá Snæfell, en hún er búinn að vera glíma við erfið meiðsli sem hún varð fyrir í fyrsta leik. Einungis þrír leikmenn komnir á blað. 3. mínúta | 6-4: Hraðinn mikill fyrstu mínúturnar. Aðeins tvær búnar að skora; Kristrún Sigurjónsdóttir er í ham fyrir Val, en hún er búinn að skora fyrstu sex stigin fyrir Val. Hildur Björg Kjartansdóttir kominn með fjögur fyrir Snæfell. 1. mínúta | 3-0: Fyrstu stigin eru í boði Kristrún Sigurjónsdóttir. Þristur frá henni. Takk fyrir. Fyrir leik: Nokkrar mínútur í leik eða sjö samkvæmt minni klukku. Liðin eru farin til búningsherbergja þar sem þjálfararnir ræða við sína leikmenn. Dómarar í dag eru þeir Kristinn Óskarsson og Davíð Tómas Tómasson. Eftirlitsmaður er Björn Leósson. Fyrir leik: Anna Martin hefur spilað virkilega vel fyrir Valsliðið í vetur, en hún hefur skorað að meðaltali 26,06 að meðaltali. Hjá Snæfell er það Chynna Brown sem er stigahæst, en hún hefur skorað 21,70 stig að meðaltali. Fyrir leik: Liðin eru byrjuð að skjóta á körfurnar og undir er hið nýja lag DJ Muscleboy, Louder. Leikmenn taka vel í lagið og má sjá sumar jafnvel syngja með. Einn stuðningsmaður Vals er vel í gírnum og dansar og dansar í stúkunni. Spenna í stuðningsmönnum sem og leikmönnum. Fyrir leik: Snæfell vann síðasta leik liðanna, 81-67, á miðvikudaginn var. Þar átti Hildur Björg Kjartansdóttir afar góðan leik fyrir Snæfell og skoraði 25 stig. Anna Martin var stigahæst hjá Val með 21 stig. Fyrir leik: Liðin eru byrjuð að tínast út á gólfið. Tónlistarstjórinn var í vandræðum með að setja tónlistina í gang, en ég stökk til og kom þessu í gang hjá honum. Allt að gerast.Fyrir leik: Góða kvöldið. Vísir heilsar úr Vodafone-höllinni þar sem Valur og Snæfell mætast fjórða sinni í undanúrsltum Dominos-deildar kvenna. Snæfell er 2-1 yfir og getur komist í úrslit með sigri í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum