Enski boltinn

Rooney með eitt af mörkum ársins í sigri United | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wayne Rooney átti sviðið í fjarveru RobinsvansPersie þegar Manchester United vann West Ham, 2-0, í 31. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Rooney var ekki lengi að láta að sér kveða í leiknum en hann skoraði eitt af mörkum ársins strax á sjöundu mínútu.

Hann fékk sendingu fram völlinn og hafði betur í baráttunni við JamesTomkins við miðlínu vallarins. Rooney var ekkert að æða að marki heldur lét vaða af 45 metra færi og boltinn söng í netinu.

Markið ótrúlega má sjá í spilaranum hér að ofan.

David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var á meðal áhorfenda í dag en hann skoraði frægt mark fyrir aftan miðlínu gegn Wimbledon í ágúst 1996.

Rooney bætti við öðru marki á 33. mínútu en hann nýtti sér þá mistök FranksNobles í vörn West Ham og skoraði af stuttu færi. Lokatölur, 2-0.

Hann fékk ekki tækifæri til að skora þrennu eins og LuisSuárez og YayaTouré því hann var tekinn af leikvelli á 77. mínútu.

Manchester United er í sjöunda sæti deildarinnar með 51 stig, tveimur stigum á eftir Tottenham. West Ham er í 14. sæti með 31 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×