Enski boltinn

Liverpool gekk frá Cardiff í seinni hálfleik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Skrtel skoraði tvö mörk.
Martin Skrtel skoraði tvö mörk. Vísir/Getty
Cardiff komst í tvígang yfir gegn sjóðheitu liði Liverpool á Cardiff-vellinum í dag þegar liðin mættust í 31. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en það dugði ekki til.

Liverpool vann leikinn, 5-3, og er nú búið að vinna fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og skora meira en þrjú mörk í þeim öllum.

Jorton Mutch kom Cardiff yfir á 9. mínútu en Luis Suárez jafnaði metin sjö mínútum síðar. Aftur skoraði Cardiff, nú Frazier Campbell á 25. mínútu, en miðvörðurinn MartinSkrtel jafnaði leikinn fyrir hlé, 2-2.

Í seinni hálfleik gekk Liverpol svo frá leiknum með þremur mörkum. Martin Skrtel skoraði annað mark sitt með skalla eftir hornspyrnu, Luis Suárez bætti við marki eftir stoðsendingu DanielsSturridge og launaði honum svo greiðann á 60. mínútu, 5-2.

Luis Suárez er sem fyrr markahæsti leikmaður deildarinnar en hann er nú búinn að skora 27 mörk og Daniel Sturridge er næst markahæstur með 19 mörk í deildinni.

Cardiff klóraði í bakkann undir lokin en Jordon Mutch skoraði annað mark sitt á 88. mínútu, en Luis Suárez var ekki hættur. Hann skoraði þriðja mark sitt í uppbótartíma þegar hann slapp einn í gegn. Lokatölur, 6-3, og Suárez tók boltann með heim.

Liverpool er með 65 stig í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Chelsea og á leik til góða. Cardiff er í 19. sæti með 25 stig í bullandi fallbaráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×