Leikur drykkjusjúkan danshöfund með sex hjónabönd að baki 20. mars 2014 22:00 Busby Berkeley og Ryan Gosling Vísir/Getty/Getty Íslandsvinurinn og stórleikarinn Ryan Gosling hefur verið orðaður við aðalhlutverk, og hugsanlega leikstjórn, nýrrar kvikmyndar sem byggð verður á ævi leikstjórans og danshöfundarins Busby Berkeley. Berkeley, sem lést árið 1976, var þekktur fyrir að semja flókin dansatriði fyrir hópa fyrir einhverjar vinsælustu kvikmyndir á svokölluðu gullskeiði Hollywood. Ferill hans spannar yfir fjóra áratugi, en hann samdi dansatriði fyrir kvikmyndir á borð við Gold Diggers of 1933, 42nd Street og leikstýrði þekktum kvikmyndum á borð við Fast and Furious, frá árinu 1939, og Babes on Broadway, árið 1941. En líf Berkeley var ekki bara dans og söngur. Hann átti sex hjónabönd að baki og var haldinn áfengisfíkn. Þá lenti hann í fjárhagskröggum vegna vangoldinna skatta. Berkeley var ábyrgur fyrir bílslysi þar sem tveir létust. Hann var ákærður fyrir manndráp af gáleysi, en var sýknaður að lokum. Myndin er enn á undirbúningsstigi og enginn höfundur hefur verið orðaður við handritið. Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Íslandsvinurinn og stórleikarinn Ryan Gosling hefur verið orðaður við aðalhlutverk, og hugsanlega leikstjórn, nýrrar kvikmyndar sem byggð verður á ævi leikstjórans og danshöfundarins Busby Berkeley. Berkeley, sem lést árið 1976, var þekktur fyrir að semja flókin dansatriði fyrir hópa fyrir einhverjar vinsælustu kvikmyndir á svokölluðu gullskeiði Hollywood. Ferill hans spannar yfir fjóra áratugi, en hann samdi dansatriði fyrir kvikmyndir á borð við Gold Diggers of 1933, 42nd Street og leikstýrði þekktum kvikmyndum á borð við Fast and Furious, frá árinu 1939, og Babes on Broadway, árið 1941. En líf Berkeley var ekki bara dans og söngur. Hann átti sex hjónabönd að baki og var haldinn áfengisfíkn. Þá lenti hann í fjárhagskröggum vegna vangoldinna skatta. Berkeley var ábyrgur fyrir bílslysi þar sem tveir létust. Hann var ákærður fyrir manndráp af gáleysi, en var sýknaður að lokum. Myndin er enn á undirbúningsstigi og enginn höfundur hefur verið orðaður við handritið.
Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira