Lífið

Tóku sögu­frægt 340 fer­metra ein­býli við Bergstaða­stræti í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega falleg eign í miðborg Reykjavíkur.
Einstaklega falleg eign í miðborg Reykjavíkur.

Heimsókn hóf aftur göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var þá Sindri Sindrason mættur á Bergstaðastræti í miðborg Reykjavíkur.

Þar tók Stefanía Sigfúsdóttir arkitekt á móti honum en hún fjárfesti í 340 fermetra einbýlishúsi ásamt eiginmanni sínum Gísla.

Húsið var byggt árið 1959 og var eignin keypt af upphaflegum eigendum sem höfðu búið í húsinu í 65 ár.

En þar þurfti að taka til hendinni og má með sanni segja að húsið hafi verið tekið í gegn frá a-ö. En Stefanía segist samt sem áður hafa lagt áherslu á það að halda í upprunalegan stíl hússins. Húsið er nefnilega sögufræg eign hjá á landi og vildu þau hjónin halda í séreinkenni eignarinnar.

Áhorfendur Stöðvar 2 sáu bæði fyrir og eftir myndefni af einbýlinu og má sjá brot úr þessum fyrsta þætti hér að neðan.

Klippa: Tóku sögu­frægt 340 fer­metra ein­býli við Bergstaða­stræti í gegn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.