Fótbolti

Grosskreutz: Við þurfum að fá stuðning en ekki stunur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Grosskreutz og Jürgen Klopp.
Kevin Grosskreutz og Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Kevin Grosskreutz, miðjumaður Borussia Dortmund, var ekki ánægður með stuðninginn í gær þegar þýska liðið komst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli á móti rússneska liðinu Zenit frá Sankti Pétursborg.

Dortmund endaði í öðru sæti í Meistaradeildinni í fyrra og er nú komið alla leið í átta liða úrslitin en dregið verður á morgun. Dortmund vann 4-2 sigur á Zenit í fyrri leiknum og fór því áfram 5-4 samanlagt.

Stuðningsmenn Dortmund fjölmenntu að venju á leikinn í gær en það vantaði talsvert upp á stuðninginn að meti leikmannsins.

„Ég var ekki hrifinn af þessu. Í hvert skipti sem við misstum boltann þá heyrði maður stunur frá stúkunni," sagði Kevin Grosskreutz.

„Við þurfum að fá stuðning en ekki stunur. Þeir mega að flauta og púa á okkur eftir leik en við þörfnumst stuðnings þeirra á meðan leiknum stendur," sagði Grosskreutz.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×