Innlent

Lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðir háskólakennara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Vihjálmsson formaður félags prófessora.
Rúnar Vihjálmsson formaður félags prófessora. visir/stefán
Stjórn félags prófessora við ríkisháskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirstandandi aðgerða Félags háskólakennara í kjaramálum.

Stjórn félags háskólakennara samþykkti að efna til atkvæðagreiðslu í síðustu viku um um boðun verkfalls.

Jörundur Guðmundsson, formaður félags háskólakennara,  sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að umrætt verkfall færi fram á tímabilinu 25. apríl til 10. maí á lögbundnum próftíma.

Atkvæðagreiðslan hófst á mánudaginn og líkur á morgun. Kjörgengir eru akademískir starfsmenn s.s. lektorar, dósentar, aðjúnktar I, aðjúnktar II, sérfræðingar, fræðimenn, vísindamenn og háskólamenntað starfsfólk í stjórnsýslu, framhaldsnemar við HÍ og tengdar stofnanir.

Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna:

Stjórn félags prófessora við ríkishásjóla lýsir yfir fullum stuðningi við yfirstandandi aðgerðir Félags háskólakennara í kjaramálum.

Rétt er að minna á að launakjörum háskólakennara á Íslandi hefur hrakið mjög á undanförnum árum og jafnt og þétt dregið í sundur með háskólakennurum og sambærilegum hópum háskólamenntaðra manna.

Þá hafa starfsskilyrði kennara við íslenska háskóla versnað með vaxandi nemendafjölda samhliða niðurskurði fjárveitinga.

Afar brýnt er að snúa við bágri kjaraþróun og bæta starfsskilyrði háskólakennara. Jafnframt þarf að endurreisa fjárhag opinberra háskóla á Íslandi.

Líta má á aðgerðir Félags háskólakennara í kjaramálum sem ákall og kröfu um slíka endurreisn.

F.h. stjórnar félags prófessora við ríkisháskóla, Rúnar Vihjálmsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×