Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Bjarki Ármannsson skrifar 31. mars 2014 20:27 Kristín gefur í skyn að Egill Benedikt hafi ekki mætt til fyrirlestrahalds vegna leiks með FLEY. Vísir/Samsett Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttar Vísis frá því fyrir helgi þar sem Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, sagðist hafa undir höndum bréf frá háskólanum þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt er meðlimur í jazztríóinu FLEY ásamt því að sinna stöðu prófessors við Háskólann. FLEY hefur leikið saman á sjó og landi og meðal annars á skemmtiferðaskipi um nokkurra vikna skeið. Í samtali við Vísi sagðist Egill ekki geta tjáð sig í smáatriðum en segir bréfið banna sér að stunda píanóleik í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir Kristín Ingólfsdóttir rektor hinsvegar hljóðfæraleikinn ekki vandamál og að Háskóli Íslands telji „þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar.“ Aftur á móti er ýjað að því að þetta áhugamál Egils Benedikts hafi komið niður á kennslustörfum hans. Þar segir að skólinn geri „alvarlega athugasemd“ við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ Yfirlýsing rektors í heild sinni er svohljóðandi:Vegna fréttar á visir.is og í Fréttablaðinu um liðna helgi vill Háskóli Íslands að fram komi að skólinn gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri. Háskólinn telur þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar og leitast við að vera vettvangur samstarfs þessara greina.Háskólinn gerir aftur á móti alvarlega athugasemd ef starfsmenn mæta ekki til fyrirlestrahalds með nemendum á boðuðum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum eða hafi viðhlítandi skýringar á fjarveru. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hljóðfæraleikur telst ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu. Háskólinn telur mikilvægt að allir starfsmenn virði starfsskyldur sínar og skyldur við nemendur.Með bestu kveðju,Kristín Ingólfsdóttir Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttar Vísis frá því fyrir helgi þar sem Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, sagðist hafa undir höndum bréf frá háskólanum þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt er meðlimur í jazztríóinu FLEY ásamt því að sinna stöðu prófessors við Háskólann. FLEY hefur leikið saman á sjó og landi og meðal annars á skemmtiferðaskipi um nokkurra vikna skeið. Í samtali við Vísi sagðist Egill ekki geta tjáð sig í smáatriðum en segir bréfið banna sér að stunda píanóleik í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir Kristín Ingólfsdóttir rektor hinsvegar hljóðfæraleikinn ekki vandamál og að Háskóli Íslands telji „þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar.“ Aftur á móti er ýjað að því að þetta áhugamál Egils Benedikts hafi komið niður á kennslustörfum hans. Þar segir að skólinn geri „alvarlega athugasemd“ við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ Yfirlýsing rektors í heild sinni er svohljóðandi:Vegna fréttar á visir.is og í Fréttablaðinu um liðna helgi vill Háskóli Íslands að fram komi að skólinn gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri. Háskólinn telur þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar og leitast við að vera vettvangur samstarfs þessara greina.Háskólinn gerir aftur á móti alvarlega athugasemd ef starfsmenn mæta ekki til fyrirlestrahalds með nemendum á boðuðum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum eða hafi viðhlítandi skýringar á fjarveru. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hljóðfæraleikur telst ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu. Háskólinn telur mikilvægt að allir starfsmenn virði starfsskyldur sínar og skyldur við nemendur.Með bestu kveðju,Kristín Ingólfsdóttir
Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent