„Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2014 18:29 Vísir/Pjetur Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Hann segir það geta styrkt réttarstöðu lögreglunnar í að takast á við ólöglega spilastarfsemi og að frumvarpið skapi grundvöll til að ræða málið á skynsamlegum og vitrænum nótum. „Megin markmiðið með þessu frumvarpi er að heimila starfsemi spilahalla á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra,“ segir Willum Þór í fréttum Bylgjunnar klukkan fimm. „Þannig er að hingað til þá hefur öll svona starfsemi verið háð sérleyfum. Happadrætti, Lottó, söfnunarkassar og svo framvegis. Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar sem að eru ólöglegir og tilgangurinn meðal annars er að uppræta slíka starfsemi.“ Annað markmið frumvarpsins er að bregðast við aukinn eftirspurn í ferðaþjónustu. „Við tölum oft um það að hér þurfi að skapa afþreyingu og þjónustu við ferðamenn og sækja ferðamenn sem skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu. Þetta er starfsemi sem myndi fella þau skilyrði.“ Aðspurður hvort hann telji að frumvarpið muni fara í gegnum Alþingi segir Willum: „Já ég hef trú á því. Allavega myndi þetta skapa þroskaða umræðu. Mér finnst við svolítið hafa verið með hausinn í sandinum með þetta og lokað augunum fyrir því að hér þrífist ólögleg spilastarfsemi.“ Frumvarpið tekur mið af dönskum lögum. „Þeirra reynsla af slíkri starfsemi hefur verið mjög góð og þetta hefur skapað tekjur og störf. Ég á von á því að þetta muni falla í góðan jarðveg,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Hann segir það geta styrkt réttarstöðu lögreglunnar í að takast á við ólöglega spilastarfsemi og að frumvarpið skapi grundvöll til að ræða málið á skynsamlegum og vitrænum nótum. „Megin markmiðið með þessu frumvarpi er að heimila starfsemi spilahalla á Íslandi á grundvelli leyfisveitingar ráðherra,“ segir Willum Þór í fréttum Bylgjunnar klukkan fimm. „Þannig er að hingað til þá hefur öll svona starfsemi verið háð sérleyfum. Happadrætti, Lottó, söfnunarkassar og svo framvegis. Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar sem að eru ólöglegir og tilgangurinn meðal annars er að uppræta slíka starfsemi.“ Annað markmið frumvarpsins er að bregðast við aukinn eftirspurn í ferðaþjónustu. „Við tölum oft um það að hér þurfi að skapa afþreyingu og þjónustu við ferðamenn og sækja ferðamenn sem skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu. Þetta er starfsemi sem myndi fella þau skilyrði.“ Aðspurður hvort hann telji að frumvarpið muni fara í gegnum Alþingi segir Willum: „Já ég hef trú á því. Allavega myndi þetta skapa þroskaða umræðu. Mér finnst við svolítið hafa verið með hausinn í sandinum með þetta og lokað augunum fyrir því að hér þrífist ólögleg spilastarfsemi.“ Frumvarpið tekur mið af dönskum lögum. „Þeirra reynsla af slíkri starfsemi hefur verið mjög góð og þetta hefur skapað tekjur og störf. Ég á von á því að þetta muni falla í góðan jarðveg,“ sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira