"Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Ingvar Haraldsson skrifar 9. apríl 2014 16:17 Snorri Óskarsson og Brekkuskóli. Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag í máli Snorra Óskarssonar, kenndum við Betel, gegn Akureyrarbæ. Málið snérist um brottrekstur Snorra úr starfi sem kennari í Brekkuskóla sumarið 2012. Brottrekstrarsökin voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni um samkynhneigð. Úrskurður innanríkisráðuneytisins var á þá leið að ekki hefði verið ástæða til að segja Snorra upp. „Það er mat ráðuneytisins að sú áminning sem Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni í febrúar 2012 hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sú áminning sem Snorra var veitt þann 13. febrúar 2012 hafi verið ólögmæt og gat því ekki verið fullnægjandi grundvöllur uppsagnar hans.“ Í framhaldinu hyggst Snorri í Betel ráðfæra sig við kennarasambandið og vel komi til greina að fara með málið fyrir dómsstóla. Málið snúist um mannréttindi „.Þetta snýst ekki bara um mig. Þetta snýst um tjáningarfrelsi og hagsmuni kennara. Mega kennarar tjá sig, hafa skoðanir og blogga? Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum.“Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Skólastjórnendur létu undan þrýstingi Snorri segir skólastjórnendur hafa brugðist honum og látið undan þrýstingi. Þeir hafi ekki staðið vörð um hagsmuni sína sem kennara. En hvaðan kom þessi þrýstingur? „Ég hugsa að þeir hafi látið undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum og vinstri hópnum, þá sérstaklega Samfylkingunni. Það var einkum Logi Már Einarsson oddamaður í bæjarstjórn og þáverandi varaþingmaður.“ Logi Már er efsti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Logi svarði ásökunum Snorra á þá leið að hann hafi ekki haft neitt boðvald yfir skólastjórnendum. Hann hafi hinsvegar setið í skólanefnd Brekkuskóla og tekið málið upp þar. „Ég fékk símtöl frá foreldrum og fylgdist með hvernig hann tjáði sig um samkynhneigða vitandi það að hann væri að kenna unglingum sem væru hugsanlega samkynhneigðir. Einnig væri líklegt að nemendur ættu foreldra sem væru samkynhneigðir. Ég taldi að ummælin væru það gróf að ummælin samræmdust á engan hátt störfum hans sem barnakennara. Ég er enn á þeirri skoðun að kennari og aðrir opinberir starfsmenn sem vinna með börnum geti ekki látið svona frá sér. Það sé alveg sama þó klukkan sé orðinn fimm og þeir séu heima í tölvunni.“ En er Snorri enn sömu skoðunar um samkynhneigð? „Það er mjög klárt hjá Jesú Kristi. Karlmenn og konur eiga að lifa saman sem hjón og gera það alveg fram í rauðan dauðann. Það er rangt að karlmenn lifi saman og konur lifi saman.“ Hægt er að lesa úrskurð Innaríkisráðuneytisins í heild sinni hér. Tengdar fréttir Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag í máli Snorra Óskarssonar, kenndum við Betel, gegn Akureyrarbæ. Málið snérist um brottrekstur Snorra úr starfi sem kennari í Brekkuskóla sumarið 2012. Brottrekstrarsökin voru bloggfærslur sem Snorri birti á heimasíðu sinni um samkynhneigð. Úrskurður innanríkisráðuneytisins var á þá leið að ekki hefði verið ástæða til að segja Snorra upp. „Það er mat ráðuneytisins að sú áminning sem Akureyrarkaupstaður veitti Snorra Óskarssyni í febrúar 2012 hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðuneytið hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sú áminning sem Snorra var veitt þann 13. febrúar 2012 hafi verið ólögmæt og gat því ekki verið fullnægjandi grundvöllur uppsagnar hans.“ Í framhaldinu hyggst Snorri í Betel ráðfæra sig við kennarasambandið og vel komi til greina að fara með málið fyrir dómsstóla. Málið snúist um mannréttindi „.Þetta snýst ekki bara um mig. Þetta snýst um tjáningarfrelsi og hagsmuni kennara. Mega kennarar tjá sig, hafa skoðanir og blogga? Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum.“Logi Már Einarsson oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Skólastjórnendur létu undan þrýstingi Snorri segir skólastjórnendur hafa brugðist honum og látið undan þrýstingi. Þeir hafi ekki staðið vörð um hagsmuni sína sem kennara. En hvaðan kom þessi þrýstingur? „Ég hugsa að þeir hafi látið undan þrýstingi frá stjórnmálamönnum og vinstri hópnum, þá sérstaklega Samfylkingunni. Það var einkum Logi Már Einarsson oddamaður í bæjarstjórn og þáverandi varaþingmaður.“ Logi Már er efsti maður á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Logi svarði ásökunum Snorra á þá leið að hann hafi ekki haft neitt boðvald yfir skólastjórnendum. Hann hafi hinsvegar setið í skólanefnd Brekkuskóla og tekið málið upp þar. „Ég fékk símtöl frá foreldrum og fylgdist með hvernig hann tjáði sig um samkynhneigða vitandi það að hann væri að kenna unglingum sem væru hugsanlega samkynhneigðir. Einnig væri líklegt að nemendur ættu foreldra sem væru samkynhneigðir. Ég taldi að ummælin væru það gróf að ummælin samræmdust á engan hátt störfum hans sem barnakennara. Ég er enn á þeirri skoðun að kennari og aðrir opinberir starfsmenn sem vinna með börnum geti ekki látið svona frá sér. Það sé alveg sama þó klukkan sé orðinn fimm og þeir séu heima í tölvunni.“ En er Snorri enn sömu skoðunar um samkynhneigð? „Það er mjög klárt hjá Jesú Kristi. Karlmenn og konur eiga að lifa saman sem hjón og gera það alveg fram í rauðan dauðann. Það er rangt að karlmenn lifi saman og konur lifi saman.“ Hægt er að lesa úrskurð Innaríkisráðuneytisins í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07