Viðskipti innlent

Bíó Paradís hoppar á kóklestina

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Það er hægt að fá hina klassísku tvennu hjá okkur,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri bíóhússins.
„Það er hægt að fá hina klassísku tvennu hjá okkur,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri bíóhússins.
Bíó Paradís hefur skipt Pepsi út fyrir kók. „Það er hægt að fá hina klassísku tvennu hjá okkur,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri bíóhússins.

Bíóið hóf sölu á kóki um mánaðarmótin síðustu. Það vakti athygli þegar Sambíóin hættu að selja kók síðasta haust og gerðu samning við Ölgerðina. Eins og fram kom á Vísi í kjölfarið var Laugarásbíó því orðið eina bíóið á landinu þar sem hægt var að fá „popp og kók“.

„Fólk biður yfirleitt um popp og kók. Það virðist sem fólki þyrsti í þessa gömlu klassísku tvennu og sakni þess að fá hana ekki lengur í bíó,“ segi Hrönn.

Viðbrögðin hafa verið góð. „Viðskiptavinir okkar í Bíó Paradís hafa þakkað okkur sérstaklega fyrir þetta.“

„Við vildum bara prófa að sjá hvort þetta gengi og þetta virðist leggjast vel í fólk,“ segir Hrönn. 


Tengdar fréttir

Laugarásbíó situr eitt að kókinu

Sambíóin bjóða nú upp á gosdrykki frá Ölgerðinni. Með samstarfinu er aðeins eitt kvikmyndahús eftir á höfuðborgarsvæðinu sem selur Coca-Cola.

Ekki lengur popp og kók í Sambíóum

Sambíóin munu héðan í frá selja gosdrykki frá Ölgerðinni en Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Sambíóin hófu samstarf í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×