Innlent

Tré úr Heiðmörk gætu leyst Óslóartréð af hólmi

Samúel Karl Ólason skrifar
Tré sem gefið var til íbúa Þórshafnar í Færeyjum í fyrra og var það vígt við hátíðlega athöfn.
Tré sem gefið var til íbúa Þórshafnar í Færeyjum í fyrra og var það vígt við hátíðlega athöfn.
Hér á Íslandi eru tré sem gætu leyst af hólmi Óslóartréð á Austurvelli. „Bara hérna í Reykjavík, í Heiðmörk, eru mjög glæsileg jólatré af sömu stærð og gæðum og þau sem við höfum fengið frá Norðmönnum,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Slíkt tré var gefið til íbúa Þórshafnar í Færeyjum í fyrra og var það vígt við hátíðlega athöfn. Það tré var 12 metra hátt og gróðursett árið 1960.

Með því að notast við tré úr Heiðmörk væri hægt að skapa svipaða athöfn.

„Það væri hægt að gera mikla gleði úr því og mikla athöfn. Með slíku væri hægt að skapa gleði fyrir börnin okkar í upphafi jóla.“

Helgi segir Norðmenn hafa stutt skógræktarstarf Íslendinga dyggilega í gegnum tíðina og meðal annars hafi fyrrverandi sendiherra Noregs verið prímusmótor í stofnun Heiðmerkur. Þá var rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins við Mógilsá í Kollafirði þjóðargjöf Noregs til Íslands.

„Það er ekki eins og þeir hafi ekki verið gjafmildir,“ segir Helgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×