Toyota innkallar tæplega sjö milljónir bifreiða á einu bretti 9. apríl 2014 08:46 Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara sem gæti orsakað eldsvoða, svo dæmi séu tekin. Toyota fullyrðir að gallarnir hafi enn ekki leitt til óhappa eða banaslysa, svo vitað sé. Hinsvegar eru tvö þekkt dæmi um að eldur hafi komið í Toyota bíl vegna startarans. Gallana er að finna í 27 gerðum af Toyota bílum. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Bílarisinn Toyota ætlar að innkalla rúmlega 6,5 milljónir bifreiða um heim allan á næstunni, vegna fimm atriða sem nýlega hafa komið í ljós og geta skapað hættu. Í rúmum helmingi bílanna þarf að skipta um rafmagnssnúru sem tengist loftpúðanum í stýrinu en þegar því er snúið er hætta á að snúran skemmist, þannig að púðinn virki ekki þegar á reynir. Aðrir gallar eru bilaðar rúðuþurrkur og galli í startara sem gæti orsakað eldsvoða, svo dæmi séu tekin. Toyota fullyrðir að gallarnir hafi enn ekki leitt til óhappa eða banaslysa, svo vitað sé. Hinsvegar eru tvö þekkt dæmi um að eldur hafi komið í Toyota bíl vegna startarans. Gallana er að finna í 27 gerðum af Toyota bílum.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent