Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Grótta 22-26 | Grótta komin yfir Anton Ingi Leifsson í Safamýri skrifar 7. apríl 2014 16:15 Sigurbjörg Jóhannsdóttir veit ekki alveg hvert hún er að fara þarna. vísir/valli Grótta er komið í 1-0 í einvíginu gegn Fram í 8-liða úrslitum Olís-deildar kvenna, en lokatölur urðu 22-26 í Safamýrinni. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega, en þrjú mörk voru kominn efir þrjár mínútur. Síðan þéttust varnirnar og eftir tíu mínútur höfðu einungis tvö mörk bæst við og Fram leiddi 3-2. Liðin náðu aldrei að slíta sig frá hvor öðru og þegar annað liðið skoraði gerði hitt það líka í næstu sókn. Eins og fyrr segir héldust liðin í hendur, en Unnur Ómarsdóttir kom Gróttu í 10-8 þegar sex mínútur voru til hálfleiks. Þá leit það út fyrir að Grótta ætlaði að gefa í og halda forskotinu, en svo var ekki og Framstúlkur skoruðu tvö góð mörk. Bæði lið fengu ágætis færi í lok fyrri hálfleiks til að komast yfir, en þegar flautað var til leikhlés, var svo jafnt á öllum tölum, 11-11, þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. Góður varnarleikur og ágætis markvarsla voru einkennisorð fyrri hálfleiks. Sigurbjörg dró vagninn sem fyrr hjá Fram í fyrri hálfleik. Lene Burmo var öflug á línunni hjá Gróttu í fyrri hálfleik og hafði fiskað þrjú víti og skorað eitt mark í fyrri hálfleik. Gróttustúlkur leituðu mikið til hennar, skiljanlega, því hún var að spila vel. Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð fjörlega eins og sá fyrri, en við tók góður kafli hjá Gróttu um miðjan hálfleikinn þar sem þær skoruðu átta mörk gegn þremur mörkum frá Fram. Grótta breytti stöðunni úr 13-12 í 16-20. Framstúlkur ætluðu ekki að láta keyra yfir sig á sínum eigin heimavelli. Þær gáfu í og náðu að minnka muninn í 19-20. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, tók þá leikhlé og Sóley Arnarsdóttir skoraði mikilvægt mark úr horninu, 19-21 og tæpar tíu mínútur til leiksloka. Gróttuliðið hélt svo forystunni út leikinn og náðu mest fimm marka forystu, 26-21, en Hekla Rún Ámundadóttir minnkaði muninn í 26-22, sem urðu lokatölur. Sigurbjörg Jóhannsdóttir dró vagninn sem fyrr fyrir Fram. Hún skoraði níu mörk og spilaði liðsfélaga sína vel uppi. Sunneva Einarsdóttir varði ágætlega í markinu, en hefur átt betri daga. Hún fékk nokkur auðveld mörk á sig úr hornunum sem markmannsþjálfarinn Roland Eradse var ekki ánægður með og sýndi mikil tilþrif á bekknum. Unnur Ómarsdóttir fór á kostum og spilaði vel allstaðar þar sem hún spilaði. Hún spilaði í vinstra horninu, miðjunni og báðum skyttunum og leysti öll verkefnin með prýði. Hún nýtti einnig öll sjö vítin sem hún tók sem telja gífurlega þegar uppi er staðið. Íris Björk varði einnig á mikilvægum tímapunktum í markinu. Lene Burmo var einnig drjúg á línunni en hún fiskaði fimm víti og skoraði þrjú mörk, en Framstúlkur réðu illa við hana. Framstúlkur þurfa að eiga betri leik á miðvikudag ætli þær sér ekki í sumarfrí strax, en ljóst er að það verður hörkuleikur eins og þessi. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu: Við sýndum karakter ,,Þetta var flottur sigur og ég get ekki verið annað en kampakátur. Þetta var leikur í járnum allan tímann. Eins og leikir þessara liða hafa verið í vetur þá dettur þetta öðru meginn í lokin, þessir leikir hafa alltaf verið jafnir," sagði Kári við Vísi í leikslok. ,,Þetta datt okkar meginn í dag. Það er kannski því að þakka að við náðum að loka varnarleiknum á köflum og svo fengum við hraðaupphlaupsmörk sem voru ótrúlega drjúg." ,,Svo náðum við að troða inn mörkum í sóknarleiknum, en það var oft erfið fæðing - enda varnarlína Fram feykilega öflug." Grótta náði virkilega góðum kafla um miðjan síðari hálfleik og þegar uppi var staðið var það lykilkafli í leiknum: ,,Við náðum þar fjögurra marka forystu, en þær taka leikhlé og minnkuðu muninn í eitt mark. Við sýndum karakter og gáfum enn meira í það sem eftir var. Það var flott hjá stelpunum að ná því." ,,Það er nú oftast þannig að það er varnarleikurinn sem býr til sigranna. Við þurfum að leita mikið sóknarlega og verið mjög agaðar sóknarlega, en varnarleikurinn í dag var frábær." ,,Það er stefnan að fara í undanúrslit á miðvikudaginn, en leikir þessara liða hafa verið gífurlega jafnir. Ég býst við þannig leik á miðvikudaginn sem getur dottið öðru hvoru meginn, en að sjálfsögðu stefnum við að komast í undanúrslit á miðvikudaginn," sagði Kári að lokum.Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram: Jákvætt að eiga leik eftir tvo daga ,,Við gáfum alltof mikið eftir í síðari hálfleik. Við fengum alltof mörg auðveld mörk á okkur og vorum ekki nægilega beittar. Við héldum ekki í takti og misstum þær fram úr okkur," sagði Sigurbjörg hundsvekkt við Vísi í leikslok. ,,Sóknarleikurinn var erfiður og taktlaus. Það var eins og það vantaði allan ryðma í okkur. Einnig erum við ekki að hlaupa nægilega vel til baka og erum að gefa þeim algjör skítamörk." Sigurbjörg var alls ekki ánægð með hversu mörg mörk liðið fékk á sig úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju: ,,Þetta á ekki að sjást hjá okkur. Við gerum þeim alltof auðvelt fyrir. Við erum að klára sóknirnar illa og þær ná hraðaupphlaupsmörkum. Þá verður alltaf erfitt fyrir okkur og við eigum ekki að sýna svona frammistöðu." ,,Við erum að sýna fína vörn á köflum. Þær eiga erfitt með uppstillar sóknir. Jákvætt er að við eigum leik eftir tvo daga og þá getum við hefnt okkar og sýnt okkar rétta andlit," og vísar í leik númer tvö milli liðanna sem er á miðvikudaginn. Sigurbjörg ætlar ekki að detta út á miðvikudaginn. ,,Það kemur ekki til greina. Það er ekki inni í myndinni," sagði hundfúl Sigurbjörg Jóhannsdóttir að lokum við Vísi.vísir/vallivísir/valli Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Grótta er komið í 1-0 í einvíginu gegn Fram í 8-liða úrslitum Olís-deildar kvenna, en lokatölur urðu 22-26 í Safamýrinni. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega, en þrjú mörk voru kominn efir þrjár mínútur. Síðan þéttust varnirnar og eftir tíu mínútur höfðu einungis tvö mörk bæst við og Fram leiddi 3-2. Liðin náðu aldrei að slíta sig frá hvor öðru og þegar annað liðið skoraði gerði hitt það líka í næstu sókn. Eins og fyrr segir héldust liðin í hendur, en Unnur Ómarsdóttir kom Gróttu í 10-8 þegar sex mínútur voru til hálfleiks. Þá leit það út fyrir að Grótta ætlaði að gefa í og halda forskotinu, en svo var ekki og Framstúlkur skoruðu tvö góð mörk. Bæði lið fengu ágætis færi í lok fyrri hálfleiks til að komast yfir, en þegar flautað var til leikhlés, var svo jafnt á öllum tölum, 11-11, þar sem varnarleikurinn var í fyrirrúmi. Góður varnarleikur og ágætis markvarsla voru einkennisorð fyrri hálfleiks. Sigurbjörg dró vagninn sem fyrr hjá Fram í fyrri hálfleik. Lene Burmo var öflug á línunni hjá Gróttu í fyrri hálfleik og hafði fiskað þrjú víti og skorað eitt mark í fyrri hálfleik. Gróttustúlkur leituðu mikið til hennar, skiljanlega, því hún var að spila vel. Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð fjörlega eins og sá fyrri, en við tók góður kafli hjá Gróttu um miðjan hálfleikinn þar sem þær skoruðu átta mörk gegn þremur mörkum frá Fram. Grótta breytti stöðunni úr 13-12 í 16-20. Framstúlkur ætluðu ekki að láta keyra yfir sig á sínum eigin heimavelli. Þær gáfu í og náðu að minnka muninn í 19-20. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, tók þá leikhlé og Sóley Arnarsdóttir skoraði mikilvægt mark úr horninu, 19-21 og tæpar tíu mínútur til leiksloka. Gróttuliðið hélt svo forystunni út leikinn og náðu mest fimm marka forystu, 26-21, en Hekla Rún Ámundadóttir minnkaði muninn í 26-22, sem urðu lokatölur. Sigurbjörg Jóhannsdóttir dró vagninn sem fyrr fyrir Fram. Hún skoraði níu mörk og spilaði liðsfélaga sína vel uppi. Sunneva Einarsdóttir varði ágætlega í markinu, en hefur átt betri daga. Hún fékk nokkur auðveld mörk á sig úr hornunum sem markmannsþjálfarinn Roland Eradse var ekki ánægður með og sýndi mikil tilþrif á bekknum. Unnur Ómarsdóttir fór á kostum og spilaði vel allstaðar þar sem hún spilaði. Hún spilaði í vinstra horninu, miðjunni og báðum skyttunum og leysti öll verkefnin með prýði. Hún nýtti einnig öll sjö vítin sem hún tók sem telja gífurlega þegar uppi er staðið. Íris Björk varði einnig á mikilvægum tímapunktum í markinu. Lene Burmo var einnig drjúg á línunni en hún fiskaði fimm víti og skoraði þrjú mörk, en Framstúlkur réðu illa við hana. Framstúlkur þurfa að eiga betri leik á miðvikudag ætli þær sér ekki í sumarfrí strax, en ljóst er að það verður hörkuleikur eins og þessi. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu: Við sýndum karakter ,,Þetta var flottur sigur og ég get ekki verið annað en kampakátur. Þetta var leikur í járnum allan tímann. Eins og leikir þessara liða hafa verið í vetur þá dettur þetta öðru meginn í lokin, þessir leikir hafa alltaf verið jafnir," sagði Kári við Vísi í leikslok. ,,Þetta datt okkar meginn í dag. Það er kannski því að þakka að við náðum að loka varnarleiknum á köflum og svo fengum við hraðaupphlaupsmörk sem voru ótrúlega drjúg." ,,Svo náðum við að troða inn mörkum í sóknarleiknum, en það var oft erfið fæðing - enda varnarlína Fram feykilega öflug." Grótta náði virkilega góðum kafla um miðjan síðari hálfleik og þegar uppi var staðið var það lykilkafli í leiknum: ,,Við náðum þar fjögurra marka forystu, en þær taka leikhlé og minnkuðu muninn í eitt mark. Við sýndum karakter og gáfum enn meira í það sem eftir var. Það var flott hjá stelpunum að ná því." ,,Það er nú oftast þannig að það er varnarleikurinn sem býr til sigranna. Við þurfum að leita mikið sóknarlega og verið mjög agaðar sóknarlega, en varnarleikurinn í dag var frábær." ,,Það er stefnan að fara í undanúrslit á miðvikudaginn, en leikir þessara liða hafa verið gífurlega jafnir. Ég býst við þannig leik á miðvikudaginn sem getur dottið öðru hvoru meginn, en að sjálfsögðu stefnum við að komast í undanúrslit á miðvikudaginn," sagði Kári að lokum.Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram: Jákvætt að eiga leik eftir tvo daga ,,Við gáfum alltof mikið eftir í síðari hálfleik. Við fengum alltof mörg auðveld mörk á okkur og vorum ekki nægilega beittar. Við héldum ekki í takti og misstum þær fram úr okkur," sagði Sigurbjörg hundsvekkt við Vísi í leikslok. ,,Sóknarleikurinn var erfiður og taktlaus. Það var eins og það vantaði allan ryðma í okkur. Einnig erum við ekki að hlaupa nægilega vel til baka og erum að gefa þeim algjör skítamörk." Sigurbjörg var alls ekki ánægð með hversu mörg mörk liðið fékk á sig úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju: ,,Þetta á ekki að sjást hjá okkur. Við gerum þeim alltof auðvelt fyrir. Við erum að klára sóknirnar illa og þær ná hraðaupphlaupsmörkum. Þá verður alltaf erfitt fyrir okkur og við eigum ekki að sýna svona frammistöðu." ,,Við erum að sýna fína vörn á köflum. Þær eiga erfitt með uppstillar sóknir. Jákvætt er að við eigum leik eftir tvo daga og þá getum við hefnt okkar og sýnt okkar rétta andlit," og vísar í leik númer tvö milli liðanna sem er á miðvikudaginn. Sigurbjörg ætlar ekki að detta út á miðvikudaginn. ,,Það kemur ekki til greina. Það er ekki inni í myndinni," sagði hundfúl Sigurbjörg Jóhannsdóttir að lokum við Vísi.vísir/vallivísir/valli
Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira